Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 09:53 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, ræddi um yfirvofandi verkfall í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Arnar Halldórsson Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Að sögn Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Olís, er staðan hefðbundin í dag. Þó sé greinilegt að mikill fjöldi fólks er að fylla á tankana sína í dag. „Enda sennilega skynsamlegt að gera það,“ segir Frosti í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Eins og þetta stendur þá stefnir allt í að verkfall hefjist klukkan tólf á morgun og þá er þetta sem sagt dreifingin á eldsneyti sem verkfallið snýr að. Áhrifin koma til með að vera veruleg og víðtæk eins og við höfum komið inn á.“ Frosti segir að meira og minna allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu séu á leiðinni í verkfall. „Það eru einhverjar undantekningar en engan veginn þannig að það geri okkur kleift að viðhalda einhverri eðlilegri starfsemi,“ segir hann. Aðspurður um hvort íbúar höfuðborgarsvæðisins geti ekki bara sótt sér eldsneyti í bæjarfélög utan þess segir Frosti að staðan sé ekki svo góð. Hann segir að íbúar á Suðurlandi og Vesturlandi eigi einnig eftir að finna fyrir verkfallinu. „Þannig þetta er allt Reykjanes, þetta er í rauninni Suðurland að mestu. Eins og hjá okkur í Olís þar sem að Olíudreifing sinnir dreifingunni þá verður Suðurlandið að stórum hluta í erfiðleikum. Við munum gera allt sem við getum til þess að viðhalda því sem hægt er á því svæði en í rauninni alveg austur að Höfn þá verða stöðvarnar fyrir verulegum áhrifum og svona er þetta upp fyrir Borgarnes og upp með Vesturlandi. Það er aðeins mismunandi á Snæfellsnesinu hvernig þetta brýst fram. Þannig þetta er mun víðar heldur en bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldsneytið ekki marga daga að klárast Varðandi það hvort hægt sé að skammta eldsneytið segir Frosti að það leysi ekki stóra vandamálið sem blasir við. Almenningur komi til með að fylla á tankana í dag og það mun duga flestum í um tíu daga. „Það mun bara svo mikið gerast á því tímabili að ég held að það sé ekki stærsta áhyggjuefnið í rauninni hvernig þetta snertir okkur, hinn venjulega borgara í ferðum til og frá vinnu eða til að sinna tómstundum eða hvað það er. Þetta gerist miklu hraðar í öllum svona flutningum og dreifingu og hefðbundinni starfsemi. Það er það sem er auðvitað langsamlega alvarlegasti þátturinn í kringum þetta.“ Þá segir Frosti að það taki ekki marga daga fyrir eldsneytið á bensínstöðvunum að klárast: „Það verður væntanlega eitthvað misjafnt eftir stöðvum. En í svona hefðbundinni notkun þá erum við bara að tala um nokkra daga. Við erum með tanka þarna undir stöðvunum sem er mjög reglulega áfylling gerð undir eðlilegum kringumstæðum. Svo erum við bara með stóra tanka í Örfirisey þar sem birgðirnar eru geymdar. Þannig við erum ekki að tala um marga daga.“ „Verða þessir aðilar á undanþágu?“ Að öllu óbreyttu er rétt rúmur sólarhringur í að verkfallið skelli á. Frosti segir að Olís muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að viðhalda því sem hægt er að viðhalda, áhrifin verði þó veruleg. „Það sem við höfum kannski mestar áhyggjur af er ekki það sem snýr að okkur í venjulegu lífi heldur allt sem snýr að þessum forgangsaðilum sem halda uppi almannaöryggi hérna.“ Samkvæmt Frosta liggur ótrúlega lítið fyrir hvernig stefnt er að því að tryggja það öryggi. Hægt verður að sækja um undanþágur en hann segir tvennt vera algjörlega óskýrt þegar kemur að þeim. „Annars vegar er það hvar mörkin liggja, hvað eru forgangsaðilar eða þeir sem njóta undanþágu? Ég meina þetta er augljóst mál með sjúkrabíla, slökkvilið, lögreglu og þess háttar. En það þarf miklu víðtækari hópa ef það á að halda uppi almannaöryggi í samfélaginu.“ Frosti tekur heilbrigðisstarfsfólk, snjómokstur, viðhaldsaðila á innviðum, fjarskiptum, rafmagni og svo framvegis. „Verða þessir aðilar á undanþágu? Þegar þú ert kominn út í svona víða skilgreiningu þá er þetta auðvitað verulegt magn af eldsneyti sem viðkomandi aðilar þurfa að fá afgreitt,“ segir hann. „Þar er hinn hlutinn á peningnum, það er bara í rauninni hvernig komum við til með að afgreiða þessa hópa en ekki aðra? Það er bara ekki augljóst og við höfum ekki fengið í rauninni nein svör um það hvernig sú útfærsla á að eiga sér stað.“ Minnstar áhyggjur af fjárhagstjóni Frosti segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því fjárhagstjóni sem Olís kann að verða fyrir vegna verkfallsins. „Án þess að hljóma eins og það sé ekki eitt af markmiðunum þá höfum við hvað minnstar áhyggjur af einhverju fjárhagstjóni innan okkar fyrirtækis,“ segir hann. „Það eru fyrst og fremst þessi afleitu áhrif sem koma til með að breiðast út um allt samfélagið sem við höfum miklu meiri áhyggjur af. Auðvitað bregðumst við bara við með öllum þeim hætti sem okkur er unnt til þess að viðhalda starfsemi og þjónusta okkar viðskiptavini, halda uppi góðu samtali og samstarfi við þá þannig það sé hægt að lágmarka skaðann. En áhyggjur okkar snúa fyrst og fremst að því að þetta er, þegar allt kemur til alls, í rauninni stór hluti af blóðrás hagkerfisins og samfélagsins.“ Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Að sögn Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Olís, er staðan hefðbundin í dag. Þó sé greinilegt að mikill fjöldi fólks er að fylla á tankana sína í dag. „Enda sennilega skynsamlegt að gera það,“ segir Frosti í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Eins og þetta stendur þá stefnir allt í að verkfall hefjist klukkan tólf á morgun og þá er þetta sem sagt dreifingin á eldsneyti sem verkfallið snýr að. Áhrifin koma til með að vera veruleg og víðtæk eins og við höfum komið inn á.“ Frosti segir að meira og minna allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu séu á leiðinni í verkfall. „Það eru einhverjar undantekningar en engan veginn þannig að það geri okkur kleift að viðhalda einhverri eðlilegri starfsemi,“ segir hann. Aðspurður um hvort íbúar höfuðborgarsvæðisins geti ekki bara sótt sér eldsneyti í bæjarfélög utan þess segir Frosti að staðan sé ekki svo góð. Hann segir að íbúar á Suðurlandi og Vesturlandi eigi einnig eftir að finna fyrir verkfallinu. „Þannig þetta er allt Reykjanes, þetta er í rauninni Suðurland að mestu. Eins og hjá okkur í Olís þar sem að Olíudreifing sinnir dreifingunni þá verður Suðurlandið að stórum hluta í erfiðleikum. Við munum gera allt sem við getum til þess að viðhalda því sem hægt er á því svæði en í rauninni alveg austur að Höfn þá verða stöðvarnar fyrir verulegum áhrifum og svona er þetta upp fyrir Borgarnes og upp með Vesturlandi. Það er aðeins mismunandi á Snæfellsnesinu hvernig þetta brýst fram. Þannig þetta er mun víðar heldur en bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldsneytið ekki marga daga að klárast Varðandi það hvort hægt sé að skammta eldsneytið segir Frosti að það leysi ekki stóra vandamálið sem blasir við. Almenningur komi til með að fylla á tankana í dag og það mun duga flestum í um tíu daga. „Það mun bara svo mikið gerast á því tímabili að ég held að það sé ekki stærsta áhyggjuefnið í rauninni hvernig þetta snertir okkur, hinn venjulega borgara í ferðum til og frá vinnu eða til að sinna tómstundum eða hvað það er. Þetta gerist miklu hraðar í öllum svona flutningum og dreifingu og hefðbundinni starfsemi. Það er það sem er auðvitað langsamlega alvarlegasti þátturinn í kringum þetta.“ Þá segir Frosti að það taki ekki marga daga fyrir eldsneytið á bensínstöðvunum að klárast: „Það verður væntanlega eitthvað misjafnt eftir stöðvum. En í svona hefðbundinni notkun þá erum við bara að tala um nokkra daga. Við erum með tanka þarna undir stöðvunum sem er mjög reglulega áfylling gerð undir eðlilegum kringumstæðum. Svo erum við bara með stóra tanka í Örfirisey þar sem birgðirnar eru geymdar. Þannig við erum ekki að tala um marga daga.“ „Verða þessir aðilar á undanþágu?“ Að öllu óbreyttu er rétt rúmur sólarhringur í að verkfallið skelli á. Frosti segir að Olís muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að viðhalda því sem hægt er að viðhalda, áhrifin verði þó veruleg. „Það sem við höfum kannski mestar áhyggjur af er ekki það sem snýr að okkur í venjulegu lífi heldur allt sem snýr að þessum forgangsaðilum sem halda uppi almannaöryggi hérna.“ Samkvæmt Frosta liggur ótrúlega lítið fyrir hvernig stefnt er að því að tryggja það öryggi. Hægt verður að sækja um undanþágur en hann segir tvennt vera algjörlega óskýrt þegar kemur að þeim. „Annars vegar er það hvar mörkin liggja, hvað eru forgangsaðilar eða þeir sem njóta undanþágu? Ég meina þetta er augljóst mál með sjúkrabíla, slökkvilið, lögreglu og þess háttar. En það þarf miklu víðtækari hópa ef það á að halda uppi almannaöryggi í samfélaginu.“ Frosti tekur heilbrigðisstarfsfólk, snjómokstur, viðhaldsaðila á innviðum, fjarskiptum, rafmagni og svo framvegis. „Verða þessir aðilar á undanþágu? Þegar þú ert kominn út í svona víða skilgreiningu þá er þetta auðvitað verulegt magn af eldsneyti sem viðkomandi aðilar þurfa að fá afgreitt,“ segir hann. „Þar er hinn hlutinn á peningnum, það er bara í rauninni hvernig komum við til með að afgreiða þessa hópa en ekki aðra? Það er bara ekki augljóst og við höfum ekki fengið í rauninni nein svör um það hvernig sú útfærsla á að eiga sér stað.“ Minnstar áhyggjur af fjárhagstjóni Frosti segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því fjárhagstjóni sem Olís kann að verða fyrir vegna verkfallsins. „Án þess að hljóma eins og það sé ekki eitt af markmiðunum þá höfum við hvað minnstar áhyggjur af einhverju fjárhagstjóni innan okkar fyrirtækis,“ segir hann. „Það eru fyrst og fremst þessi afleitu áhrif sem koma til með að breiðast út um allt samfélagið sem við höfum miklu meiri áhyggjur af. Auðvitað bregðumst við bara við með öllum þeim hætti sem okkur er unnt til þess að viðhalda starfsemi og þjónusta okkar viðskiptavini, halda uppi góðu samtali og samstarfi við þá þannig það sé hægt að lágmarka skaðann. En áhyggjur okkar snúa fyrst og fremst að því að þetta er, þegar allt kemur til alls, í rauninni stór hluti af blóðrás hagkerfisins og samfélagsins.“
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira