Náði að rétta flugvélina af 800 fetum yfir Kyrrahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:54 Litlu munaði að flugvél United hrapaði í Kyrrahaf í desembermánuði. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Flugvél United sem var á leið frá Maui á Havaii til San Fransisco hrapaði skyndilega yfir Kyrrahafi áður en flugmaðurinn náði að rétta hana af um 800 fet fyrir ofan hafið. Þetta gerðist stuttu eftir flugtak í desembermánuði og mátti litlu muna að flugvélin færist. Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira