Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:15 Það eru eflaust ekki allir sem vita að Rihanna fékk ekki krónu fyrir atriði sitt á Ofurskálinni á sunnudaginn. Getty/Gregory Shamus Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023 Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023
Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24
Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59