Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og yfirstandandi sem og yfirvofandi verkföll verða til umæðu í hádegisfréttum.

Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar seinnipartinn í dag og er búist við því að vinnumarkaðsráðherra skipi sérstakan sáttasemjara í deilunni síðar í dag. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun.

Þá fjöllum við um sprenginguna sem varð í tanki metanbíls á eldsneytisstöð Olís í gær. Framkvæmdastjórinn segist skilja vel að atvikið veki upp viðbrögð og áhyggjur hjá eigendum slíkra bíla. 

Einnig tökum við stöðuna á Öskju og vökinni sem sífellt stækkar á vatninu. Sérfræðingur segir bráðnunina skýrt merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið og það hratt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×