Veginum verður lokað Ólafsfjarðar megin, skammt frá Múlagöngum, um klukkan 13:00 í dag. Lögreglan á Tröllaskaga verður með umferðarstjórn meðan á þessu stendur.
Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt þann þriðja febrúar síðastliðinn. Í rútunni voru tuttugu og fimm farþegar auk ökumanns og fararstjóra. Engin alvarleg slys urðu á fólkinu í rútunni.
Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Tröllaskaga í kjölfar slyssins. Þar tók starfsfólk Rauða krossins á móti farþegum rútunnar og hlúði að þeim.