Logi Geirs og Arnar Daði rifust um rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Arnar Daði Arnarsson og Logi Geirsson voru ekki alveg sammála. S2 Sport Haukarnir misstu frá sér stig í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla eftir að Stjörnumenn fengu vítakast á silfurfati á síðustu sekúndum leiksins frá einum reyndasta leikmanni Hauka. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða