Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 07:51 Launin eru í engu samræmi við ábyrgðina, segir Félag íslenskra hjúkrunafræðinga. Vísir/Vilhelm Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“ Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira