Daníel er uppalinn í Kaplakrika og átti afar farsæl ár í FH-treyjunni en hann varði meðal annars mark liðsins þegar það varð Íslandsmeistari árið 2011.
Daníel kemur til FH frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lemvig-Thyborön en hann hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð með Guif og Ricoh, og SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni, auk þess að spila einnig með Val hér á landi.
Daníel, sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár, hefur tvisvar sinnum verið valinn besti markvörður efstu deildar á Íslandi.
FH-ingar tilkynntu fyrr í vetur um endurkomu Arons Pálmarssonar úr atvinnumennsku næsta sumar og ljóst er að þeir mæta með firnasterkt lið til leiks í Olís-deildinni næsta haust.