Munu ekki sitja undir sýndarviðræðum á sama tíma og verkföll eru boðuð Tryggvi Páll Tryggvason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 09:47 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtti tækifærið og skaut létt á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, þegar hann gekk framhjá henni þar sem Sólveig var í viðtölum við fréttamenn. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, virðist ekki vera bjartsýnn á að samningafundur í deilu samtakanna og Eflingar í Karphúsinu í dag skili niðurstöðu í dag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26