Tíu bestu lögin sem fengu ekki að keppa í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2023 07:01 Þessir tónlistarmenn eiga það allir sameiginlegt að hafa tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með þrusulögum sem sigruðu keppnina ekki. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Íslendingar hafa í gegnum árin verið ansi lélegir í að velja hvaða lag á að keppa fyrir okkar hönd í Eurovision. Atriði sem Evrópa hefur ekki viljað líta við fara út fyrir hönd Íslands á meðan stórkostleg atriði sitja eftir í súpunni. Í kvöld fer fyrra undankvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fram. Þar verður framlag Íslands fyrir Eurovision í Liverpool valið. Ísland hefur enn sem komið er aldrei unnið keppnina og þykjum við Íslendingar ekki sigurstranglegir í ár, okkur er spáð 33. sæti af 37 þjóðum. Við munum að öllum líkindum hækka örlítið þegar framlag okkar er valið en við erum neðst af þeim þjóðum sem hafa ekki valið framlag sitt. Þrátt fyrir að við höfum aldrei unnið keppnina formlega eigum við einn lítinn stjörnumerktan titil frá árinu 2020 þegar Daða og Gagnamagninu var spáð sigri en keppnin fór að lokum ekki fram vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Tvisvar höfum við lent í öðru sæti, árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir söng All out of luck í Jerúsalem og árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún söng Is It True í Moskvu. Að meðaltali lendum við í 17. sæti í keppninni, sem kann að hljóma ekki svo slæmt, en líklega værum við ofar ef við hefðum nokkrum sinnum sent önnur atriði út. Atriði sem tóku þátt í forkeppninni en hlutu ekki náð fyrir augum þeirri alræmdu dómnefnd sem við Íslendingar erum þegar kemur að símakosningu. Hér fyrir neðan má sjá tíu af bestu lögunum sem við Íslendingar ákváðum að senda ekki í Eurovision. 10. Hvar ertu nú? - Dr. Spock Lagið Hvar ertu nú? með rokkhljómsveitinni Dr. Spock er algjör snilld. Óttar Proppé í bleikum buxum að öskra á milli þess sem Finni raular rólega tóna á milli. Báðir voru þeir klæddir í gula latexhanska og með stærri hanska á sviðinu. Lagið endaði hins vegar í þriðja sæti í afar sterkri keppni árið 2008. Í fyrsta sæti var hið fullkomna Eurovision lag, This Is My Live, og í öðru sæti var lag sem má finna á öðrum stað á þessum lista. 9. Sólarsamba - Magnús Kjartansson Sólarsömbuna hafa ófáir Íslendingar dansað við í gegnum árin. Magnús Kjartansson samdi lagið fyrir keppnina árið 1988 en það ár tók Ísland þátt í Eurovision í þriðja sinn. Lagið hefði ábyggilega gert vel í lokakeppninni en að lokum voru það Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson sem tóku þátt fyrir Íslands hönd með lagið Þú og þeir (Sókrates). Ég er nokkuð viss um að það lag eigi metið yfir flestar nafngreiningar í sögu Eurovision en alls voru átján einstaklingar nefndir á nafn í laginu. Þrátt fyrir að hafa endað í sjötta sæti í undankeppninni hefur lagið lifað góðu lífi á síðustu 35 árum og þykir enn afar vinsælt í útilegum eða öðrum samkvæmum. 8. Euróvísa - Botnleðja Pollapönk sigraði Söngvakeppnina árið 2014 með laginu No Prejudice eða Enga fordóma. Meðlimir Pollapönk eru margir hverjir einnig meðlimir Botnleðju og tók sú hljómsveit þátt í Söngvakeppninni árið 2003 með laginu Euróvísa. Lagið tapaði fyrir Birgittu Haukdal með Open Your Heart. Birgitta náði 8. sætinu í keppninni og ég efast um að Botnleðja hefði náð betri árangri en það. Þrátt fyrir það er það yndislega skemmtilegt lag og var til að mynda valið besta lagið sem ekki vann Söngvakeppnina af álitsgjöfum Vísis árið 2016. 7. Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey - Merzedes Club Lag sem einnig tapaði fyrir Eurobandinu árið 2008. Myndbandið af flutningi þeirra nánast lyktar af árinu 2008. Lagið var það vinsælasta hér á landi í margar vikur og sló óvænt í gegn í Búlgaríu. Það var afar umdeilt þegar Friðrik Ómar, meðlimur Eurobandsins, sagði í úrslitaþætti Söngvakeppnarinnar að „hæst glymur í tómri tunnu“ og var þá að vísa til meðlima Merzedes Club. Friðrik og Egill Einarsson, einn meðlimur Merzedes Club, mættust í Kastljósi eftir atvikið og sagði Friðrik að meðlimir hljómsveitarinnar hafi haft uppi mörg ógeðfelld orð, meðal annars um móður hans. 6. Hvað með það? - Daði og Gagnamagnið Fyrsta framlag Daða og Gagnamagnsins árið 2017 var epískt að öllu leiti. Það höfðu fáir heyrt um Daða fyrir keppnina en hann eignaði sér sess í hjörtum allra eftir flutning sinn á Hvað með það?. Minimalísk dansspor og sturlað hljómborðsgítarsóló. Atriðið komst alla leið í úrslitaeinvígið en tapaði fyrir Svölu og laginu Paper. Svala komst ekki upp úr undankeppninni í Kænugarði og endaði í 36. sæti af 42 keppendum. 5. Hugarró - Magni Ásgeirsson Magni Ásgeirsson hefur nokkrum sinnum tekið þátt í keppninni en hans besta framlag var klárlega árið 2012 þegar hann söng lagið Hugarró. Líkt og mörg lög á þessum lista eldist þetta lag ansi vel. Með þrjá(!!) gítarleikara á bak við sig og einn bassaleikara og þvílíkt lag. Það voru Greta Salóme og Jónsi sem sigruðu keppnina þetta árið, einnig með fínu lagi sem ég held að hafi verið betra upp á árangur í lokakeppni Eurovision að gera. 4. Tökum af stað - Reykjavíkurdætur Það þótti það mörgum eintóm vitleysa að Reykjavíkurdætur hafi tapað gegn Systrum í fyrra. Uppi voru sögusagnir um svindl Ríkissjónvarpsins og að ekki hafi verið hægt að kjósa Reykjavíkurdætur um tíma. Það var þó einungis þannig að Systurnar unnu Dæturnar með átta þúsund atkvæðum. Það breytir því ekki að Reykjavíkurdætur hefðu 100 prósent náð betri árangri í keppninni enda sturlað atriði sem náði greinilega ekki til allrar þjóðarinnar. Atriðið var feit pæling sem gekk ótrúlega vel og er smá synd að Evrópa hafi ekki fengið að sjá. Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around 3. Ég lifi í draumi - Björgvin Halldórsson Ég verð að viðurkenna að ég hafði enga hugmynd að þetta lag hafi getað keppt í Eurovision fyrir Ísland. Lagið er eftir Eyjólf Kristjánsson og textinn saminn af Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni og Björgvin býður upp á hreina unun með söngi sínum. Bó tapaði fyrir Icy og Gleðibankanum þetta fyrsta ár sem Ísland tók þátt í Eurovision. Gleðibankinn, sem er sturlað lag, lenti í 16. sæti af tuttugu keppendum og væntanlega hefur það verið útaf því að það var sungið á íslensku en ekki frönsku sem það endaði svona neðarlega. Efstu þrjú lögin í Eurovision árið 1986 voru sungin á frönsku (Atriði Belgíu, Sviss og Lúxemborg) en Frakkar sjálfir lentu einu sæti neðar en Íslendingar, í því sautjánda. 2. Eldur - Friðrik Ómar Ég get alveg fært góð rök fyrir því að þetta lag eigi að vera í fyrsta sæti á þessum lista en læt það vera í þetta sinn. Þetta lag er væri fullkomið fyrir Eurovision, mjög þjóðleg orka, hin klassíska upphækkun og Friðrik Ómar. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd þetta ár með Valentine Lost, sem einnig er stórkostlegt lag, en því miður ekki jafn gott og Eldur. Eiríkur komst ekki upp úr undankeppni Eurovision það árið og ég er alveg viss um að Friðriki hefði tekist það. Já og fengið 12 stig frá Írlandi. Verðug atriði sem komust ekki á lista 1. Í síðasta skipti - Friðrik Dór Það verður að setja það í einhverja nefnd hjá Reykjavíkurborg, eða í gegnum skrifstofustjóra skrifstofu skrifstofustjóra, hvernig í ósköpunum Friðrik Dór keppti ekki fyrir Ísland árið 2015. Lag sem allir elskuðu á sínum tíma og elska enn í dag. Ég held að öll grunnskólaböll endi enn á því að þetta lag sé spilað. Held að þetta lag hafi verið í gangi í fyrsta sinn sem ég dansaði vangadans. Alls ekki misskilja, Lítil skref með Maríu Ólafs er fínasta lag, bara ekki jafn gott og Í síðasta skipti. Bæði lög eiga það sameiginlegt að vera ekki jafn góð á ensku og þau eru á íslensku. María endaði í 37. sæti keppninnar eftir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni í Vín. Klippa: Friðrik Dór - Í síðasta skipti Eurovision Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Í kvöld fer fyrra undankvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fram. Þar verður framlag Íslands fyrir Eurovision í Liverpool valið. Ísland hefur enn sem komið er aldrei unnið keppnina og þykjum við Íslendingar ekki sigurstranglegir í ár, okkur er spáð 33. sæti af 37 þjóðum. Við munum að öllum líkindum hækka örlítið þegar framlag okkar er valið en við erum neðst af þeim þjóðum sem hafa ekki valið framlag sitt. Þrátt fyrir að við höfum aldrei unnið keppnina formlega eigum við einn lítinn stjörnumerktan titil frá árinu 2020 þegar Daða og Gagnamagninu var spáð sigri en keppnin fór að lokum ekki fram vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Tvisvar höfum við lent í öðru sæti, árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir söng All out of luck í Jerúsalem og árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún söng Is It True í Moskvu. Að meðaltali lendum við í 17. sæti í keppninni, sem kann að hljóma ekki svo slæmt, en líklega værum við ofar ef við hefðum nokkrum sinnum sent önnur atriði út. Atriði sem tóku þátt í forkeppninni en hlutu ekki náð fyrir augum þeirri alræmdu dómnefnd sem við Íslendingar erum þegar kemur að símakosningu. Hér fyrir neðan má sjá tíu af bestu lögunum sem við Íslendingar ákváðum að senda ekki í Eurovision. 10. Hvar ertu nú? - Dr. Spock Lagið Hvar ertu nú? með rokkhljómsveitinni Dr. Spock er algjör snilld. Óttar Proppé í bleikum buxum að öskra á milli þess sem Finni raular rólega tóna á milli. Báðir voru þeir klæddir í gula latexhanska og með stærri hanska á sviðinu. Lagið endaði hins vegar í þriðja sæti í afar sterkri keppni árið 2008. Í fyrsta sæti var hið fullkomna Eurovision lag, This Is My Live, og í öðru sæti var lag sem má finna á öðrum stað á þessum lista. 9. Sólarsamba - Magnús Kjartansson Sólarsömbuna hafa ófáir Íslendingar dansað við í gegnum árin. Magnús Kjartansson samdi lagið fyrir keppnina árið 1988 en það ár tók Ísland þátt í Eurovision í þriðja sinn. Lagið hefði ábyggilega gert vel í lokakeppninni en að lokum voru það Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson sem tóku þátt fyrir Íslands hönd með lagið Þú og þeir (Sókrates). Ég er nokkuð viss um að það lag eigi metið yfir flestar nafngreiningar í sögu Eurovision en alls voru átján einstaklingar nefndir á nafn í laginu. Þrátt fyrir að hafa endað í sjötta sæti í undankeppninni hefur lagið lifað góðu lífi á síðustu 35 árum og þykir enn afar vinsælt í útilegum eða öðrum samkvæmum. 8. Euróvísa - Botnleðja Pollapönk sigraði Söngvakeppnina árið 2014 með laginu No Prejudice eða Enga fordóma. Meðlimir Pollapönk eru margir hverjir einnig meðlimir Botnleðju og tók sú hljómsveit þátt í Söngvakeppninni árið 2003 með laginu Euróvísa. Lagið tapaði fyrir Birgittu Haukdal með Open Your Heart. Birgitta náði 8. sætinu í keppninni og ég efast um að Botnleðja hefði náð betri árangri en það. Þrátt fyrir það er það yndislega skemmtilegt lag og var til að mynda valið besta lagið sem ekki vann Söngvakeppnina af álitsgjöfum Vísis árið 2016. 7. Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey - Merzedes Club Lag sem einnig tapaði fyrir Eurobandinu árið 2008. Myndbandið af flutningi þeirra nánast lyktar af árinu 2008. Lagið var það vinsælasta hér á landi í margar vikur og sló óvænt í gegn í Búlgaríu. Það var afar umdeilt þegar Friðrik Ómar, meðlimur Eurobandsins, sagði í úrslitaþætti Söngvakeppnarinnar að „hæst glymur í tómri tunnu“ og var þá að vísa til meðlima Merzedes Club. Friðrik og Egill Einarsson, einn meðlimur Merzedes Club, mættust í Kastljósi eftir atvikið og sagði Friðrik að meðlimir hljómsveitarinnar hafi haft uppi mörg ógeðfelld orð, meðal annars um móður hans. 6. Hvað með það? - Daði og Gagnamagnið Fyrsta framlag Daða og Gagnamagnsins árið 2017 var epískt að öllu leiti. Það höfðu fáir heyrt um Daða fyrir keppnina en hann eignaði sér sess í hjörtum allra eftir flutning sinn á Hvað með það?. Minimalísk dansspor og sturlað hljómborðsgítarsóló. Atriðið komst alla leið í úrslitaeinvígið en tapaði fyrir Svölu og laginu Paper. Svala komst ekki upp úr undankeppninni í Kænugarði og endaði í 36. sæti af 42 keppendum. 5. Hugarró - Magni Ásgeirsson Magni Ásgeirsson hefur nokkrum sinnum tekið þátt í keppninni en hans besta framlag var klárlega árið 2012 þegar hann söng lagið Hugarró. Líkt og mörg lög á þessum lista eldist þetta lag ansi vel. Með þrjá(!!) gítarleikara á bak við sig og einn bassaleikara og þvílíkt lag. Það voru Greta Salóme og Jónsi sem sigruðu keppnina þetta árið, einnig með fínu lagi sem ég held að hafi verið betra upp á árangur í lokakeppni Eurovision að gera. 4. Tökum af stað - Reykjavíkurdætur Það þótti það mörgum eintóm vitleysa að Reykjavíkurdætur hafi tapað gegn Systrum í fyrra. Uppi voru sögusagnir um svindl Ríkissjónvarpsins og að ekki hafi verið hægt að kjósa Reykjavíkurdætur um tíma. Það var þó einungis þannig að Systurnar unnu Dæturnar með átta þúsund atkvæðum. Það breytir því ekki að Reykjavíkurdætur hefðu 100 prósent náð betri árangri í keppninni enda sturlað atriði sem náði greinilega ekki til allrar þjóðarinnar. Atriðið var feit pæling sem gekk ótrúlega vel og er smá synd að Evrópa hafi ekki fengið að sjá. Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around 3. Ég lifi í draumi - Björgvin Halldórsson Ég verð að viðurkenna að ég hafði enga hugmynd að þetta lag hafi getað keppt í Eurovision fyrir Ísland. Lagið er eftir Eyjólf Kristjánsson og textinn saminn af Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni og Björgvin býður upp á hreina unun með söngi sínum. Bó tapaði fyrir Icy og Gleðibankanum þetta fyrsta ár sem Ísland tók þátt í Eurovision. Gleðibankinn, sem er sturlað lag, lenti í 16. sæti af tuttugu keppendum og væntanlega hefur það verið útaf því að það var sungið á íslensku en ekki frönsku sem það endaði svona neðarlega. Efstu þrjú lögin í Eurovision árið 1986 voru sungin á frönsku (Atriði Belgíu, Sviss og Lúxemborg) en Frakkar sjálfir lentu einu sæti neðar en Íslendingar, í því sautjánda. 2. Eldur - Friðrik Ómar Ég get alveg fært góð rök fyrir því að þetta lag eigi að vera í fyrsta sæti á þessum lista en læt það vera í þetta sinn. Þetta lag er væri fullkomið fyrir Eurovision, mjög þjóðleg orka, hin klassíska upphækkun og Friðrik Ómar. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd þetta ár með Valentine Lost, sem einnig er stórkostlegt lag, en því miður ekki jafn gott og Eldur. Eiríkur komst ekki upp úr undankeppni Eurovision það árið og ég er alveg viss um að Friðriki hefði tekist það. Já og fengið 12 stig frá Írlandi. Verðug atriði sem komust ekki á lista 1. Í síðasta skipti - Friðrik Dór Það verður að setja það í einhverja nefnd hjá Reykjavíkurborg, eða í gegnum skrifstofustjóra skrifstofu skrifstofustjóra, hvernig í ósköpunum Friðrik Dór keppti ekki fyrir Ísland árið 2015. Lag sem allir elskuðu á sínum tíma og elska enn í dag. Ég held að öll grunnskólaböll endi enn á því að þetta lag sé spilað. Held að þetta lag hafi verið í gangi í fyrsta sinn sem ég dansaði vangadans. Alls ekki misskilja, Lítil skref með Maríu Ólafs er fínasta lag, bara ekki jafn gott og Í síðasta skipti. Bæði lög eiga það sameiginlegt að vera ekki jafn góð á ensku og þau eru á íslensku. María endaði í 37. sæti keppninnar eftir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni í Vín. Klippa: Friðrik Dór - Í síðasta skipti
Eurovision Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira