Umfjöllun: Ísland - Skotland 2-0 | „Hola!“ Ég er Olla Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2023 15:55 Amanda Andradóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagna eftir annað marka Ólafar gegn Skotum á Spáni í dag. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann í dag 2-0 sigur gegn sterku liði Skotlands í fyrsta leik sínum á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. Óumdeildur senuþjófur leiksins var hin 19 ára gamla Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, eða Olla eins og hún er kölluð, sem lék sinn fyrsta A-landsleik og hélt upp á það með því að skora bæði mörkin. Ólöf skoraði mörkin með mínútu millibili snemma í seinni hálfleik, eftir að Skotar höfðu verið mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Seinna markið var sérstaklega glæsilegt - þrumuskot efst í hægra hornið. Ef að einhverjir af unnendum landsliðsins þekktu ekki Ólöfu fyrir leikinn í dag þá ætti hún að hafa sent þeim spænska kveðju, „hola!“, og stimplað sig rækilega inn hjá þeim. Ólöf hélt í raun áfram að gera það sem hún hefur gert í vetur með Þrótti því hún hefur skorað tólf mörk í aðeins fjórum leikjum fyrir liðið í vetrarmótunum, og er alls með 18 mörk í 39 leikjum í efstu deild þrátt fyrir ungan aldur. Það var þó fátt sem benti til þess í fyrri hálfleik að leikurinn yrði svona jákvæður fyrir Ísland. Skotar höfðu mikla yfirburði og sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru,. Sohpie Howard átti til að mynda skalla í stöng eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, þegar Skotar sóttu stíft, og fyrirliðinn Rachel Corsie skaut framhjá úr dauðafæri í kjölfarið. Brogan Hay fékk annað dauðafæri skömmu síðar en skaut líka framhjá, og fleiri færi litu dagsins ljós en aldrei tókst Skotum að finna réttu leiðina á markið og framhjá Söndru Sigurðardóttur. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir með skotið sem varð að fyrsta landsliðsmarki hennar.@footballiceland Ísland byrjaði svo seinni hálfleikinn af miklum krafti, líkt og vindurinn á vellinum veitti liðinu svakalegan byr í seglin. Ólöf náði svo að skora fyrsta landsliðsmarkið sitt á fimmtugustu mínútu, nánast ekkert búin að snerta boltann í leiknum, með því að sækja boltann út í vítateigsbogann, snúa sér og skjóta. Íslenska liðið hafði varla hætt að fagna markinu þegar Ólöf fékk svo boltann aftur, nú vinstra megin í teignum, og skoraði með glæsiskoti efst í hægra hornið. Fyrsti landsleikurinn og tvö mörk - vá! What. A. Debut! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. #dottir pic.twitter.com/fMZiNff3O5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 15, 2023 Skotar fengu eitt dauðafærið enn í kjölfarið en Sandra náði að loka vel á Abi Harrison. Eftir það voru þær skosku, sem líkt og Íslendingar rétt misstu af sæti á HM í umspili í október, ekkert sérstaklega líklegar til að jafna leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Ólöfu þegar Þorsteinn Halldórsson gerði fjórar skiptingar á 64. mínútu. Berglind var næst því að bæta við marki þegar hún slapp ein gegn markverði eftir sendingu annars varamanns, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn frá því á EM, eftir meiðsli. Það eina sem skyggði á gleði íslenska liðsins voru meiðsli Guðnýjar Árnadóttur undir lokin en óvíst er hvers eðlis þau eru. Ísland mætir næst Wales á laugardagskvöld og spilar svo við Filippseyjar næsta þriðjudagskvöld. Þessi tvö lið mætast á mótinu í kvöld. Landslið kvenna í fótbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann í dag 2-0 sigur gegn sterku liði Skotlands í fyrsta leik sínum á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. Óumdeildur senuþjófur leiksins var hin 19 ára gamla Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, eða Olla eins og hún er kölluð, sem lék sinn fyrsta A-landsleik og hélt upp á það með því að skora bæði mörkin. Ólöf skoraði mörkin með mínútu millibili snemma í seinni hálfleik, eftir að Skotar höfðu verið mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Seinna markið var sérstaklega glæsilegt - þrumuskot efst í hægra hornið. Ef að einhverjir af unnendum landsliðsins þekktu ekki Ólöfu fyrir leikinn í dag þá ætti hún að hafa sent þeim spænska kveðju, „hola!“, og stimplað sig rækilega inn hjá þeim. Ólöf hélt í raun áfram að gera það sem hún hefur gert í vetur með Þrótti því hún hefur skorað tólf mörk í aðeins fjórum leikjum fyrir liðið í vetrarmótunum, og er alls með 18 mörk í 39 leikjum í efstu deild þrátt fyrir ungan aldur. Það var þó fátt sem benti til þess í fyrri hálfleik að leikurinn yrði svona jákvæður fyrir Ísland. Skotar höfðu mikla yfirburði og sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru,. Sohpie Howard átti til að mynda skalla í stöng eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, þegar Skotar sóttu stíft, og fyrirliðinn Rachel Corsie skaut framhjá úr dauðafæri í kjölfarið. Brogan Hay fékk annað dauðafæri skömmu síðar en skaut líka framhjá, og fleiri færi litu dagsins ljós en aldrei tókst Skotum að finna réttu leiðina á markið og framhjá Söndru Sigurðardóttur. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir með skotið sem varð að fyrsta landsliðsmarki hennar.@footballiceland Ísland byrjaði svo seinni hálfleikinn af miklum krafti, líkt og vindurinn á vellinum veitti liðinu svakalegan byr í seglin. Ólöf náði svo að skora fyrsta landsliðsmarkið sitt á fimmtugustu mínútu, nánast ekkert búin að snerta boltann í leiknum, með því að sækja boltann út í vítateigsbogann, snúa sér og skjóta. Íslenska liðið hafði varla hætt að fagna markinu þegar Ólöf fékk svo boltann aftur, nú vinstra megin í teignum, og skoraði með glæsiskoti efst í hægra hornið. Fyrsti landsleikurinn og tvö mörk - vá! What. A. Debut! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. #dottir pic.twitter.com/fMZiNff3O5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 15, 2023 Skotar fengu eitt dauðafærið enn í kjölfarið en Sandra náði að loka vel á Abi Harrison. Eftir það voru þær skosku, sem líkt og Íslendingar rétt misstu af sæti á HM í umspili í október, ekkert sérstaklega líklegar til að jafna leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Ólöfu þegar Þorsteinn Halldórsson gerði fjórar skiptingar á 64. mínútu. Berglind var næst því að bæta við marki þegar hún slapp ein gegn markverði eftir sendingu annars varamanns, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn frá því á EM, eftir meiðsli. Það eina sem skyggði á gleði íslenska liðsins voru meiðsli Guðnýjar Árnadóttur undir lokin en óvíst er hvers eðlis þau eru. Ísland mætir næst Wales á laugardagskvöld og spilar svo við Filippseyjar næsta þriðjudagskvöld. Þessi tvö lið mætast á mótinu í kvöld.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti