Sport

Dagskráin í dag: Manchester United mætir Barcelona í Evrópudeildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Marcus Rashford verður í eldlínunni á Nývangi í kvöld.
Marcus Rashford verður í eldlínunni á Nývangi í kvöld. Vísir/Getty

Það er sannkallaður risadagur á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Manchester United heldur til Barcelona og mæta heimamönnum í Evrópudeildinni og þá verður Subway-deild karla einnig fyrirferðamikil.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:05 hefst útsending frá áhugaverðri viðureign Njarðvíkur og Breiðabliks í Subway-deildinni. Njarðvík hefur verið að spila mjög vel undanfarið á meðan Blikar eru búnir að vera ískaldir. Klukkan 20:05 verður síðan sýnt beint frá Reykjavíkurslag Vals og KR þar sem Valsarar geta komið KR-ingum í enn verri mál í fallbaráttunni.

Á slaginu 22:00 verða Subway Tilþrifin á dagskrá þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar fara yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17:35 hefst bein útsending frá Nou Camp í Barcelona þar sem heimamenn taka á móti Manchester United í sannkölluðum risaslag í Evrópudeildinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum.

19:50 verður síðan sýnt frá leik Leverkusen og Monaco í sömu deild en leikurinn fer fram á heimavelli þýska liðsins.

Stöð 2 Sport 3

Evrópudeildin tekur yfir í kvöld. Leikur RB Salzburg og Roma verður sýndur klukkan 17:35 þar sem lærisveinar Jose Mourinho gera sitt besta til að sækja sigur til Austurríkis.

Klukkan 20:20 er svo komið að spænska bikarnum í körfuknattleik þegar leikur Barcelona og Unicaja hefst.

Stöð 2 Sport 4

Nú klukkan 10:00 hefst útsending frá LET mótaröðinni í golfi en sýnt verður beint frá móti í Sádi Arabíu.

17:35 tekur síðan Evrópudeildin við þegar útsending hefst frá leik Braga og Fiorentina.

Stöð 2 Sport 5

Lengjubikarinn í knattspyrnu er hafinn af fullum krafti og klukkan 18:50 verður sýnt beint frá leik Víkings og Stjörnunnar.

Stöð 2 Esport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO verður í beinni frá klukkan 19:15. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×