Hogwarts Legacy: Upplifðu Hogwarts í allri sinni dýrð Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 09:00 Það er hægt að fljúga um á Hippogriff í Hogwarts Legacy! Avalanche Software Hogwars Legacy er merkilega skemmtilegur leikur sem gefur spilurum kost á að upplifa galdraskólann fræga eins og aldrei fyrr. Leikurinn er vel heppnaður og auðvelt er að sökkva tugum klukkustunda í hann. Marga hefur lengi dreymt um að rölta um ganga Hogwarts og upplifa það sem galdraskólinn hefur upp á að bjóða. Nú er það loksins í boði í leiknum Hogwarts Legacy, sem er einkar skemmtilegur leikur. Í HL setja spilarar sig í spor ungrar nornar eða ungs galdramanns sem fékk þó seint inngöngu í Hogwarts undir lok nítjándu aldar. Fljótt kemur í ljós að spilarar skynja forna galdra sem eru ekki lengur í notkun og dragast þannig inn í umfangsmikla valdabaráttu og læti. Ég er svolítið seinn í þetta partí, þar sem ég komst ekki strax í að byrja að spila Hogwarts Legacy en ég veit að þúsundir bíða eftir því að ég opinberi skoðun mína á leiknum og ég vil ekki bregðast þessum milljónum manna. Sjá einnig: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Persónulega hef ég lítið leitt hugann til Hogwarts á undanförnum árum. Þegar ég skrifa þetta átta ég mig á því að ég á enn eftir að horfa á Fantastic Beasts myndirnar. Um leið og ungi galdramaðurinn minn steig inn í Hogwarts breyttist það. Söguheimur HL er frekar heillandi og það er merkilega skemmtilegt að elta uppi leyndardóma galdraskólans forna og leysa þar hinar ýmsu gátur. Avalanche Software Fimmtán ára morðingi Maður byrjar á því að læra ákveðna grunngaldra, seiðagerð og ræktun töfraplantna. Þegar líður á leikinn lærir maður svo fleiri galdra, það að fljúga á kúst og svo mætti lengi telja. Of lengi jafnvel því HL heldur svolítið lengi í höndina á manni. Sem fimmtán ára unglingur þarf maður að berjast við fjöldann allan af skrímslum og kvikindum. Maður ver reyndar merkilega miklum tíma í að drepa svartálfa og menn, svona miðað við að maður eigi að vera fimmtán ára. Það er samt gott og blessað. Avalanche Software Þetta er bara tölvuleikur. Ég skal byrja að hafa áhyggjur þegar táningar fara að veifa prikum í áttina að mér í raunheimum. Þá öskra ég „Protego“ eða „Expecto patronum“. Það að maður byrji samt að berjast gegn vondum svartálfum og illum galdrakörlum er einhvern veginn aldrei í takt við það að maður sé nýbyrjaður að læra galdra, sama hversu hæfileikarík aðalpersónan á að vera. Þetta hefur þó aldrei komið almennilega í veg fyrir að ég skemmti mér í HL. Ég hef skemmt mér alveg helling við að spila stóíska Gryffindor hetju. Næst prófar maður svo að spila Slitherin drullusokk og vera vondur. Gott beisik bardagakerfi Bardagakerfi HL er hið fínasta, þó það sé ekki að gerbylta einu né neinu. Mismunandi galdrar henta mismundani óvinum og svo getur fimmtán ára morðinginn varist sumum árásum en þarf að forða sér undan öðrum öflugri árásum. Það getur þó verið gaman að finna veikleika mismunandi óvina. Til að mynda eru stórar halakörtur í leiknum sem eiga það til að reyna að slá mann með stórri tungu. Þegar þeir gera þessa árás er hægt að beita þá „Levioso“ galdrinum og lyfta þeim upp á tungunni. Þá virkar eldgaldur vel á beran kvið þeirra. Flestir óvinir eiga sér veikleika sem þessa. Þá græðir maður á því að gera svokölluð Combo og beita sérstökum hæfileikum söguhetjunnar sem geta valdið óvinum gífurlegum skaða. Avalanche Software Fljúgðu áfram, en ekki út í geiminn Auðvitað er hægt að fljúga um stórt kort leiksins á kústi og dýrum eins og Hippogriff. Það er þrusugott til að fara langar leiðir sem maður hefur ekki farið áður en það er líka bara skemmtilegt. Þá er hægt að fljúga ákveðnar brautir og ná góðum tíma til að uppfæra kústinn og fljúga hraðar. Það er reyndar ekki hægt að keppa í quidditch, enn sem komið er allavega. Völlurinn er þó til staðar. Ég er ekki viss um að það sé endilega slæmt að quidditch sé ekki í boði. Það er einfaldlega vegna þess að það er svo rosalega mikið um að vera í Hogwarts Legacy. Það er vel hægt að henda tugum klukkustunda í þennan leik. Það er hægt að dunda sér við að rækta skringilega töfraplöntur og myrða þær svo til að búa til skringileg töfraseiði. Þá er einnig hægt að dunda sér við að huga að hinum ýmsu töfraskeppnum en frá þeim er hægt að fá sjaldgæfa hluti sem hægt er að nota í uppfærslur, svo eitthvað sé nefnt. Vesen að spila í PC Ég er einn af þeim fjölmörgum PC-spilurum sem hafa lent í því að leikurinn hikstar og stundum alveg rosalega mikið. Það er alveg sama hvað ég lækka grafíkina mikið, hikstið lagast ekki, en þetta átti að vera lagað í fyrsta plástri leiksins en svo er nú ekki. Þrátt fyrir þetta hikst lítur HL mjög vel út, eins og flestir tölvuleikir gera þessa dagana. Það er líka gaman að upplifa útgáfu AAA leiks sem er ekki stútfullur af göllum við útgáfu. Það hefur verið mikið um slíkt undanfarin misseri. Avalanche Software Samantekt-ish Í fljótu bragði er ekkert eitt sem stendur upp úr í Hogwarts Legacy, fyrir utan frábært andrúmsloft, en öll kerfi leiksins haldast svo vel í hendur að úr verður þrusuleikur. Hann á sér í raun ekki margar neikvæðar hliðar og ég hef ekki yfir neinu sérstöku að kvarta, fyrir utan það hvað hann gengur oft illa í PC. Sagan er áhugaverð, þó hún geti verið generísk, bardagakerfið er fínt og flugið frábært. Sögusviðið er þó eitt það besta við leikinn. Hogwarts er áhugaverður og það er gaman að upplifa skólann og söguheim Harry Potter með þessum hætti. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Marga hefur lengi dreymt um að rölta um ganga Hogwarts og upplifa það sem galdraskólinn hefur upp á að bjóða. Nú er það loksins í boði í leiknum Hogwarts Legacy, sem er einkar skemmtilegur leikur. Í HL setja spilarar sig í spor ungrar nornar eða ungs galdramanns sem fékk þó seint inngöngu í Hogwarts undir lok nítjándu aldar. Fljótt kemur í ljós að spilarar skynja forna galdra sem eru ekki lengur í notkun og dragast þannig inn í umfangsmikla valdabaráttu og læti. Ég er svolítið seinn í þetta partí, þar sem ég komst ekki strax í að byrja að spila Hogwarts Legacy en ég veit að þúsundir bíða eftir því að ég opinberi skoðun mína á leiknum og ég vil ekki bregðast þessum milljónum manna. Sjá einnig: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Persónulega hef ég lítið leitt hugann til Hogwarts á undanförnum árum. Þegar ég skrifa þetta átta ég mig á því að ég á enn eftir að horfa á Fantastic Beasts myndirnar. Um leið og ungi galdramaðurinn minn steig inn í Hogwarts breyttist það. Söguheimur HL er frekar heillandi og það er merkilega skemmtilegt að elta uppi leyndardóma galdraskólans forna og leysa þar hinar ýmsu gátur. Avalanche Software Fimmtán ára morðingi Maður byrjar á því að læra ákveðna grunngaldra, seiðagerð og ræktun töfraplantna. Þegar líður á leikinn lærir maður svo fleiri galdra, það að fljúga á kúst og svo mætti lengi telja. Of lengi jafnvel því HL heldur svolítið lengi í höndina á manni. Sem fimmtán ára unglingur þarf maður að berjast við fjöldann allan af skrímslum og kvikindum. Maður ver reyndar merkilega miklum tíma í að drepa svartálfa og menn, svona miðað við að maður eigi að vera fimmtán ára. Það er samt gott og blessað. Avalanche Software Þetta er bara tölvuleikur. Ég skal byrja að hafa áhyggjur þegar táningar fara að veifa prikum í áttina að mér í raunheimum. Þá öskra ég „Protego“ eða „Expecto patronum“. Það að maður byrji samt að berjast gegn vondum svartálfum og illum galdrakörlum er einhvern veginn aldrei í takt við það að maður sé nýbyrjaður að læra galdra, sama hversu hæfileikarík aðalpersónan á að vera. Þetta hefur þó aldrei komið almennilega í veg fyrir að ég skemmti mér í HL. Ég hef skemmt mér alveg helling við að spila stóíska Gryffindor hetju. Næst prófar maður svo að spila Slitherin drullusokk og vera vondur. Gott beisik bardagakerfi Bardagakerfi HL er hið fínasta, þó það sé ekki að gerbylta einu né neinu. Mismunandi galdrar henta mismundani óvinum og svo getur fimmtán ára morðinginn varist sumum árásum en þarf að forða sér undan öðrum öflugri árásum. Það getur þó verið gaman að finna veikleika mismunandi óvina. Til að mynda eru stórar halakörtur í leiknum sem eiga það til að reyna að slá mann með stórri tungu. Þegar þeir gera þessa árás er hægt að beita þá „Levioso“ galdrinum og lyfta þeim upp á tungunni. Þá virkar eldgaldur vel á beran kvið þeirra. Flestir óvinir eiga sér veikleika sem þessa. Þá græðir maður á því að gera svokölluð Combo og beita sérstökum hæfileikum söguhetjunnar sem geta valdið óvinum gífurlegum skaða. Avalanche Software Fljúgðu áfram, en ekki út í geiminn Auðvitað er hægt að fljúga um stórt kort leiksins á kústi og dýrum eins og Hippogriff. Það er þrusugott til að fara langar leiðir sem maður hefur ekki farið áður en það er líka bara skemmtilegt. Þá er hægt að fljúga ákveðnar brautir og ná góðum tíma til að uppfæra kústinn og fljúga hraðar. Það er reyndar ekki hægt að keppa í quidditch, enn sem komið er allavega. Völlurinn er þó til staðar. Ég er ekki viss um að það sé endilega slæmt að quidditch sé ekki í boði. Það er einfaldlega vegna þess að það er svo rosalega mikið um að vera í Hogwarts Legacy. Það er vel hægt að henda tugum klukkustunda í þennan leik. Það er hægt að dunda sér við að rækta skringilega töfraplöntur og myrða þær svo til að búa til skringileg töfraseiði. Þá er einnig hægt að dunda sér við að huga að hinum ýmsu töfraskeppnum en frá þeim er hægt að fá sjaldgæfa hluti sem hægt er að nota í uppfærslur, svo eitthvað sé nefnt. Vesen að spila í PC Ég er einn af þeim fjölmörgum PC-spilurum sem hafa lent í því að leikurinn hikstar og stundum alveg rosalega mikið. Það er alveg sama hvað ég lækka grafíkina mikið, hikstið lagast ekki, en þetta átti að vera lagað í fyrsta plástri leiksins en svo er nú ekki. Þrátt fyrir þetta hikst lítur HL mjög vel út, eins og flestir tölvuleikir gera þessa dagana. Það er líka gaman að upplifa útgáfu AAA leiks sem er ekki stútfullur af göllum við útgáfu. Það hefur verið mikið um slíkt undanfarin misseri. Avalanche Software Samantekt-ish Í fljótu bragði er ekkert eitt sem stendur upp úr í Hogwarts Legacy, fyrir utan frábært andrúmsloft, en öll kerfi leiksins haldast svo vel í hendur að úr verður þrusuleikur. Hann á sér í raun ekki margar neikvæðar hliðar og ég hef ekki yfir neinu sérstöku að kvarta, fyrir utan það hvað hann gengur oft illa í PC. Sagan er áhugaverð, þó hún geti verið generísk, bardagakerfið er fínt og flugið frábært. Sögusviðið er þó eitt það besta við leikinn. Hogwarts er áhugaverður og það er gaman að upplifa skólann og söguheim Harry Potter með þessum hætti.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira