Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 06:56 Biden hefur sætt gagnrýni fyrir að tjá sig ekki fyrr. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira