Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 09:05 Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir og Eygló Árnadóttir voru gestir í Karlmennskunni. Karlmennskan Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. „Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
„Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira