Eldræða um forstjóralaun: „Ekki grundvöllur til að tala um sammannleg gildi eða siðferði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 10:17 Arnmundur Ernst og Erla María voru gagnrýnin á forstjóralaun. Bylgjan „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði. Að mínu mati.“ Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu. Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu.
Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07