Umdeildir launasamningar Haraldar standa Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 14:09 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ákvað um mitt ár 2020 að vinda ofan af samningunum sem forveri hennar í embætti gerði við yfirlögregluþjónana árið 2019. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40
Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14