Tónlist

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór skipa fimmta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna.
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór skipa fimmta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Vísir/Vilhelm

Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans.

Hér má heyra lagið:

Emmsjé Gauti skipar fjórða sætið með ástarlaginu Klisja, sem hann samdi til konunnar sinnar síðastliðið sumar.

Rihanna situr í þriðja sæti með lagið Lift Me Up og The Weeknd, 21 Savage og Metro Boomin’ sitja í öðru sætinu með lagið Creepin’. Er þar um að ræða endurgerð á laginu I Don’t Want To Know sem Mario Winans og P. Diddy sendu frá sér árið 2004.

Miley Cyrus situr svo óhagganleg í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með eitt vinsælasta lag í heimi um þessar mundir, Flowers.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify

Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans.

Fékk beinan stuðning frá Spotify

Rapparinn Emmsjé Gauti trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með ástarlagið Klisja. Í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert var svo tónlistarmaðurinn Magnús Gunn mættur með nýjasta lagið sitt „I’ll Be Alright“ en lagið lenti inn á vinsælum lagalista hjá streymisveitunni Spotify.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.