Sport

Dagskráin í dag: Stórleikur í Olís-deildinni, ítalski boltinn, spænski bikarinn, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fram og Valur eigast við í stórleik í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.
Fram og Valur eigast við í stórleik í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 á þessum flotta laugardegi þar sem boðið verður upp á ellefu beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum .

Stöð 2 Sport

KR tekur á móti HK í Lengjubikar karla í knattspyrnu klukkan 13:50 áður en KA/Þór sækir Stjörnuna heim í Olís-deild kvenna í handbolta klukkan 15:55.

Stöð 2 Sport 2

Boðið verður upp á þrjá leiki í ítalska boltanum á Stöð 2 Sport 2 í dag og við hefjum leik á viðureign Sampdoria og Bologna klukkan 13:50. Monza tekur svo á móti Ítalíumeisturum AC Milan klukkan 16:50 áður en Inter og Udinese eigast við klukkan 19:35.

Þá verður einnig boðið upp á beina útsendingu frá Stjörnuhelginni í NBA-deildinni í körfubolta frá klukkan 01:00 eftir miðnætti í nótt.

Stöð 2 Sport 3

Úrlsitahelgi spænsku bikarkeppninnar í körfubolta heldur áfram og í kvöld verða tveir leikir á dagskrá. Bein útsending frá fyrri leiknum hefst klukkan 17:20 og frá þeim síðari klukkan 20:20.

Stöð 2 Sport 4

Aramco Saudi Ladies International á LET-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 09:00.

Stöð 2 Sport 5

Stórleikur umferðarinnar í Olís-deild kvenna fer fram í dag þegar Íslandsmeistarar Fram heimsækja topplið Vals klukkan 13:20.

Stöð 2 eSport

Leikið verður í Meistaradeild Evrópu í eFótbolta frá klukkan 15:00 á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×