Fangelsisdómur fyrir brot gegn vistmanni sambýlis staðfestur Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 20:12 Starfsmaður sambýlis hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa sent myndskeið af vistmanni handleika kynfæri sín á samfélagsmiðlinum Snapchat. Vísir Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða langan fangelsisdóm yfir manni sem tók myndskeið af fötluðum vistmanni sambýlis handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýlinu, var sömuleiðis dæmdur fyrir hótun gagnvart samstarfsmanni sem hann sendi myndskeiðið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira