„Snýst um að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2023 22:37 Lárus Jónsson og lærisveinar hans hafa unnið fjóra leiki í röð. vísir/hulda margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann. „Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
„Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01