Kjaradeila SA og Eflingar um lágmarkslaun í velsældarsamfélaginu Íslandi Helga Ingólfsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:58 Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar