Ætlaði út en þjálfarinn stöðvaði hann: „Þú ert ekki að fara neitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson í leik með Val gegn ungverska liðinu Ferencváros í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, var nálægt því að yfirgefa liðið áður en yfirstandandi tímabil hófst. Hann leitaði sér þá að liði í Danmörku nálægt kærustu sinni, Lovísu Thompson, sem var á leið til Ringkøbing Håndbold. Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira