Gamla metið átti Kristinn Torfason, en hann stökk 15,27 metra þann 23. janúar árið 2011. Daníel bætti metið því um heila 22 sentímetra.
Daníel sýndi það og sannaði að hann er vel að Íslandsmetinu kominn, en í sex tilraunum stökk hann lengra en met Kristins í þrígang.
Íslandsmetið utanhúss stendur þó enn óhreift eins og síðustu 62 ár, en það er í eigu Vilhjálms Einarssonar sem stökk 16,70 metra árið 1960.