„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2023 10:02 Saga Matthildur, sigurvegari Idolsins á Stöð 2, ræddi við blaðamann um tónlistina og lífið. Vísir/Vilhelm Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun. Plata á leiðinni Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar fram undan hjá Sögu, sem er nú að byrja að vinna að plötu og hefja nýjan kafla í tónlistarheiminum, ásamt því að eiga von á sínu fyrsta barni í vor. Saga hefur nú þegar gefið út eitt lag, Leiðina Heim, sem hún flutti á úrslitakvöldi Idolsins en hægt er að hlusta á það í spilaranum hér að neðan. Lagið var samið í lagahöfundabúðum Iceland Sync og Mantik Music af Klöru Elias, Malthe Seierup og Danny McMillan. Klara færði textann yfir á íslensku og Þormóður Eiríksson endurpródúseraði og útsetti lagið ásamt Klöru sérstaklega fyrir Idolið. Aðspurð hvað hafi mótað hana mest í lífinu segir Saga: „Það fyrsta sem mér dettur í hug er mamma. Við erum búnar að ganga í gegnum ýmislegt. Við vorum tvær mjög lengi, þangað til hún kynntist núverandi manni sínum og ég á núna þrjá litla bræður. Þannig að við fórum úr því að vera tvær yfir í að vera rosa mörg,“ segir Saga hlæjandi og bætir við að það sé æðislegt. Alltaf tengd Bolungarvík Saga er ættuð frá Bolungarvík og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Þegar hún byrjaði í grunnskóla fluttu þær mæðgur til Akureyrar í tvö ár. „Eftir það fluttum við suður, fluttum á milli hverfa þar líka og það var svolítið mikið um ferðalög. Svo bjó ég alltaf fyrir vestan á sumrin og stór partur af fjölskyldunni minni er enn þar. Þannig að ég var alltaf fyrir vestan og mér finnst ég hafa búið þar lengur en ég gerði.“ Hún segir að Bolungarvík hafi einnig mótað sig mikið. „Það er öðruvísi vibe þar heldur en hér. Ég held að ég hafi haft rosa gott af því sem lítið barn, að fá meira frelsi, þú ert ekkert að fara að týnast. Svo flytjum við norður sem er aðeins stærra, áður en við förum til Reykjavíkur, þannig ég tók þetta í skrefum.“ Saga Matthildur bjó fyrstu árin sín í Bolungarvík, en hún segir bæinn hafa haft mótandi áhrif á sig.Vísir/Vilhelm Missti trú á sjálfri sér Tónlistin hefur alltaf verið í kringum Sögu og man hún ekki eftir sér án hennar. „Sem barn gat ég til dæmis aldrei sofnað nema það væri geisladiskur í gangi. Yfirleitt var það alltaf sami diskurinn í einhverja mánuði og svo skipti ég yfir í næsta. Ég var líka alltaf að æfa á einhver hljóðfæri og var alltaf syngjandi. Oft var ég með tónleika fyrir mömmu inni í stofu og söng í límstifti, voða krúttlegt. Ég var líka alltaf að semja eitthvað, bulla eitthvað og ætlaði þvílíkt að verða söngkona.“ Hún segir að það hafi alltaf verið draumurinn. „Svo fór það. Ég var rosalega langt niðri og hugsaði að þetta væri ekkert séns. Ég hætti að hafa trú á sjálfri mér, það var aðallega það. Lífið þvældist fyrir, var eitthvað að rugla í manni. Það gekk ýmislegt á, en það var aldrei það að mig langaði það ekki lengur. Það var meira svona að mér fyndist það of mikið vesen og ég hafði ekki trú á því að ég gæti gert það.“ Sem betur fer náði Saga að efla trúna á sjálfa sig. „Ég er búin að vera í brjálæðislega mikilli sjálfsvinnu og er búin að fá hjálp á góðum stöðum við að passa upp á mína andlegu heilsu.“ Ástríða fyrir tónlist kviknaði snemma hjá Sögu Matthildi og fær sannarlega að njóta sín nú.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að hugsa um sjálfa sig Blaðamaður spyr Sögu þá hvað sé sjálfsvinna fyrir henni. „Að læra. Ég var í massívu ferli að læra inn á sjálfa mig og greina hlutina. Ég var með alls konar skoðanir um sjálfa mig og er búin að æfa mig í að greina hvaðan það kemur og reyni að uppræta það þannig. Svo að hugsa um sjálfa mig. Ég hef alltaf sett alla aðra á undan og alltaf hugsað með sjálfa mig að það reddist bara seinna. En það var bara kominn tími. Ég tók þetta alltaf svolítið á hörkunni og var að ýta öllu til hliðar. Bara að keyra og keyra áfram. Svo náttúrulega kemur tími þar sem það er ekki hægt lengur, líkaminn og hausinn segir stopp og það gerðist svolítið hjá mér. Það var komið svolítið jæja móment hjá mér.“ Það skiptir Sögu Matthildi miklu máli að vera einlæg í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Einlægnin mikilvæg Það skiptir Sögu miklu máli að geta verið sönn og samkvæm sjálfri sér í tónlistinni. „Ég hef alltaf gert mitt allra besta við að vera einlæg og vera ég sjálf, ekkert að þykjast vera eitthvað annað en ég er, því það er ógeðslega leiðinlegt. Allt það tónlistarfólk sem ég lít upp til er svolítið þannig, að vinna með að vera það sjálft, og það er alltaf tónlistin sem ég tengi mest við.“ Saga sækir innblástur í alls kyns tónlist, þar á meðal rokk, popp og jazz. Vísir/Vilhelm Saga er með fjölbreyttan tónlistarsmekk og nefnir allt frá rokki yfir í popp og jazz. „Eiginlega allt nema klassísk tónlist, ég hef ekki enn náð að komast þangað. En allt með söng í eiginlega. Ég tek svona tímabil þar sem ég hlusta á ákveðna tónlist. Þessir gömlu brautryðjendur eru sérstaklega mikið í uppáhaldi. Ég hlustaði mikið á jazz og þá voru náttúrulega Nina Simone, Etta James, Aretha Franklin og Ella Fitzgerald í uppáhaldi. Svo aðeins seinna tók ég rokkið og þá voru það Led Zeppelin, Jimi Hendrix og Janis Joplin. Þetta er allt fólk sem er að gera eitthvað af því þau vilja gera það og lætur álit annarra ekki stoppa sig. Því var ekkert endilega vel tekið fyrst en í dag eru áhrifin sem þau höfðu algjörlega ómetanleg.“ Galin framför Þátttaka Sögu í Idol hafði sannarlega mótandi áhrif á hana og segir hún að það sem standi sérstaklega upp úr í þessari lífsreynslu sé hvað keppendurnir eru öll góðir vinir. Kjalar faðmar Sögu Matthildi þegar tilkynnt var um sigur hennar.Vísir/Vilhelm „Það var alltaf ótrúlega gaman að mæta og vináttan byrjaði snemma að myndast. Ég reyndar bjóst aldrei við því að komast svona langt. Þannig að fyrir mig persónulega stendur líka framförin hjá mér upp úr. Það er í alvörunni galið hvað það gerðist mikið á stuttum tíma. Ég er enn að átta mig á þessu sjálf, að ég hafi tekið þetta skref.“ Hér má sjá fyrstu áheyrnarprufu Sögu í Idolinu: Það má gera ráð fyrir að ýmislegt hafi breyst hjá Sögu í kjölfar sigursins en hún segir daglegt líf þó að mestu óbreytt. Það sé aðallega sambandið við sjálfa sig og hvert hún stefnir sem hafi breyst, ásamt aukinni athygli. „Ég átta mig alveg á því að hún fylgir bara pakkanum, þetta er innifalið. Þetta böggar mig ekkert en þetta var nú ekkert ástæðan fyrir neinu. Ég er alveg til í að sitja bara einhvers staðar úti í horni, fara svo að syngja, og fara svo bara heim,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Það eru allir að spyrja mig hvernig lífið sé núna en lífið er bara alveg eins. Ég lít ekkert öðruvísi á sjálfa mig. Ég er bara frekar venjuleg gella, fer í vinnuna og skólann, þannig að lífið er ekkert öðruvísi, nema að sjálfstraustið er orðið meira og það eru fleiri sem segja hæ við mig úti í búð. Annars er ég bara slök og ég hugsa að það sé það sem ég þarf til að halda haus. Maður heldur kannski að maður vakni daginn eftir og þá sé maður bara alveg búinn að breytast, en svo er ekki.“ Samhliða tónlistinni starfar Saga í félagsmiðstöð í Breiðholti og stundar nám við Háskóla Íslands. Saga rétt eftir að tilkynnt hafði verið um sigur hennar í Idolinu.Vísir/Vilhelm „Ég er ekki svona róleg“ Það virðist alltaf vera ákveðin ró og yfirvegun yfir Sögu en þegar blaðamaður spyr Sögu út í það er þó annað sem kemur í ljós. „Það eru alltaf allir að segja við mig að ég sé svo róleg en ég er ekki svona róleg sko. Ég er í fyrsta lagi svolítill kvíðasjúklingur og er oft að hafa miklar áhyggjur af einhverju. Svo er ég líka svolítið ofvirk. Þannig að það er frekar fyndið þegar fólk segir að ég sé róleg og yfirveguð. Fólk sér ekki hvað er í gangi inn í hausnum á mér,“ segir Saga hlæjandi og bætir við: „Ég er meira félagskvíðin heldur en bara róleg og yfirveguð. Ég er stundum að fríka út inn í hausnum þótt ég sé chilluð út á við.“ Þurfum að halda áfram að berjast fyrir breytingum Saga Matthildur tók lagið A Change is Gonna Come með Sam Cooke í úrslitaþættinum en flutningurinn var vægast sagt magnaður. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr flutninginum: Klippa: Saga Matthildur - A Change Is Gonna Come Aðspurð um lagavalið segir Saga: „Ég var í þvílíku basli með að velja lag, vá hvað það var erfitt. Magnús Jóhann og Unnur Elísabet voru bæði bara: „Jæja ertu búin að velja, þú þarft að senda okkur,“ svo að ég var alveg á síðasta snúningi og það var svo erfitt að velja. Svo hlustaði ég á þetta lag og var ekki viss um hvort þetta væri fyrir mig að taka, út af sögunni í laginu. Ég ákvað að láta það ekki stoppa mig ef ég segði af hverju mig langaði að taka þetta lag. Saga lagsins er að það er samið um Civil Rights mannréttindabaráttuna í Bandaríkjunum. Þessi texti, a change is gonna come, lýsir því að höfundurinn hafði mikla trú á því að breytingar væru að fara að eiga sér stað. Það er náttúrulega búið að vera ákveðið bakslag á Íslandi í ýmsum jafnréttismálum og í garð minnihlutahópa. Mér fannst þurfa að minna á að breytingar geti átt sér stað og við þurfum að halda áfram að berjast fyrir því. Ekkert kjaftæði.“ Feminismi er Sögu Matthildi mikið hjartans mál sem og réttindi fyrir öll. „Þegar fólk er fordómafullt og með hatursorðræðu, ég bara skil það ekki. Af hverju er þér ekki drull og af hverju hugsarðu ekki bara um þig í staðinn fyrir að hjóla í aðra? Ég skil ekki fordóma hjá fólki og af hverju fólki finnst það þurfa fordóma, því þeir eru náttúrulega mjög ónauðsynlegir. Ég hef alltaf frá því ég var krakki viljað að allir fái jöfn tækifæri og allir geti verið vinir, það er miklu skemmtilegra.“ „Mamma fyrirmyndin í lífinu“ Saga kemur aftur að móður sinni þegar hún er spurð út í hvaðan hún sækir innblástur. „Mamma veitir mér innblástur í mínu daglega lífi. Hún er grjóthörð og er ekkert eðlilega mikill nagli. Og að hafa nennt að ala mig upp sko, ég var ekkert eðlilega pirrandi. Hún hefur alltaf verið á fullu og er fyrirmyndin mín í lífinu, 100%.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Matthildur (@sagamatthildur) Aðspurð hvernig móðir hennar hafi verið í tengslum við söngferilinn segir Saga: „Hún er fyndin. Hún hefur alltaf stutt mig í öllu sem ég ákveð að gera. Hún er alltaf að hvetja mig og á tímabili tók ég því þannig að hún væri að pressa á mig eins og ég þyrfti að gera þetta fyrir hana. Núna segir hún bara: „Sjáðu! Ég vissi að þú vildir fara í þessa átt.“ Ég talaði alltaf um að mig langaði að verða söngkona þangað til ég sagðist allt í einu ekki vilja gera það. Þá var hún að hvetja mig og ég fór í mótþróa og sagði að þetta væri bara ömurlegt. Ég var ekkert eðlilega erfið sko,“ segir Saga og hlær. „En stuðningur og hvatning frá fjölskyldunni minni var aldrei það sem vantaði upp á. Mamma sagði að hún vissi alltaf að ég gæti þetta, það var bara ég sem vissi það ekki. Það vissu þetta flestir nema ég.“ Saga skein skært á sviðinu í Gufunesi á úrslitakvöldinu. Vísir/Vilhelm Skrítið að vera farin að lifa drauminn Aðspurð hvort hún viti það núna að hún geti þetta svarar Saga: „Greinilega. Nú er ég í vitundarvakningu um það að þetta sé kannski bara séns fyrir mig. Það var alltaf ótrúlega langsótt fyrir mér. Ég hélt að þetta myndi ekkert gerast og var búin að ákveða að vinna bara við eitthvað annað. Ég fann mér frábæra vinnu og fór í ótrúlega skemmtilegt nám og hugsaði þetta er bara geggjað. En tónlistin var alltaf þarna í hausnum á mér og þessi draumur um hana. Svo er ég bara eitthvað að lifa hann núna og það er frekar skrítið. Þetta er bara rétt að byrja, það er nóg eftir. Idolið var frábær upphafsreitur en draumurinn var ekki endilega að verða Idol stjarna heldur að verða tónlistarkona. Að lifa í tónlist og að það sé lífið mitt. Tónlist hefur alltaf verið lífið mitt og það væri geggjað ef það verður bara bókstaflega líf mitt.“ Gott að vera berskjölduð Eins og áður segir kemur Saga til með að gefa út EP plötu og verður spennandi að fylgjast með henni þróast í tónlistarheiminum. Hún segir næstu hindrun nú þegar vera mætta, sem er að senda frá sér persónuleg lög, en ætlar ekki að mikla það um of fyrir sér. „Ég er ekki mikið fyrir það að tala um tilfinningarnar mínar. Af því ég á svolítið erfitt með að opna mig og segja frá mínum dýpstu tilfinningum, þá er ég smá í brasi núna því það er komið að því. Ég hugsaði alltaf að ég myndi gefa út tónlist einhvern tíma en nú er það að gerast og þá þarf ég að segja frá tilfinningum mínum og lífi mínu. Það er næsta hindrun að hoppa yfir. Ég á smá erfitt með að vera berskjölduð en ég held líka að ég hafi ótrúlega gott af því. Ég veit líka að það er það sem ég fíla sjálf við tónlist annarra og það hefur verið minn innblástur og hvatning.“ Saga Matthildur segist hafa gott af því að vera berskjölduð í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Hlustar á þungarokk og lætur öskra á sig Tónlistarfólk sem Saga hefur hlustað á hefur gert gríðarlega mikið fyrir hana. „Þau eru að gefa svo ótrúlega mikið af sér. Það er líka alltaf einhver sem tengir, maður er ekki einn í heiminum og það er alltaf einhver annar sem er að upplifa, eða hefur upplifað, það sem maður gengur í gegnum. Ég væri ótrúlega til í að vera fyrirmynd og getað hjálpað öðrum að komast í gegnum alls konar erfiðleika í lífinu. Það hjálpaði mér rosalega mikið þegar ég var að ganga í gegnum eitthvað ömurlegt að geta bara kveikt á einhverju fallegu eða sorglegu og grenjað yfir því.“ Sögu Matthildi þætti vænt um að geta orðið fyrirmynd fyrir aðra í tónlistinni. Vísir/Vilhelm Hún segir tónlistina alltaf hafa verið þerapíu fyrir sig. Til dæmis þykir henni gott að vera með öskurtónlist í gangi þegar hún er reið. „Þá hlusta ég á þungarokk og læt öskra á mig. Það er stundum gott að láta aðeins öskra á sig. Með betri tónleikum sem ég hef farið á eru System of a Down tónleikar. Það var klikkað. Ég er svo lágvaxin og ég var með besta vini mínum sem neitaði að við færum fremst. Mig langaði það svo en hann sagði bara að ég myndi kremjast,“ segir Saga hlæjandi. „Ég var bara öskrandi með öllu og það var frábær útrás.“ Mikilvægt að láta vaða Að lokum biður blaðamaður Sögu að deila besta ráði sem hún lumar á. „Það er allt í lagi að biðja um aðstoð og það er meira að segja rosa gott. Maður getur ekki gert allt sjálfur og það er allt í lagi. Ég er búin að vera að læra það svolítið, að það er mjög gott að fá aðstoð. Svo bara að láta vaða. Maður getur ekki lært af neinu ef maður gerir ekki neitt. Ef ég held að einhver muni hía á mig einhvers staðar og geri ekki neitt, þá veit ég aldrei hvort það verði híað á mig. Það hefur ekki enn þá verið híað á mig,“ segir Saga Matthildur hlæjandi að lokum. Tónlist Idol Geðheilbrigði Menning Tengdar fréttir Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. 10. febrúar 2023 22:18 Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Plata á leiðinni Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar fram undan hjá Sögu, sem er nú að byrja að vinna að plötu og hefja nýjan kafla í tónlistarheiminum, ásamt því að eiga von á sínu fyrsta barni í vor. Saga hefur nú þegar gefið út eitt lag, Leiðina Heim, sem hún flutti á úrslitakvöldi Idolsins en hægt er að hlusta á það í spilaranum hér að neðan. Lagið var samið í lagahöfundabúðum Iceland Sync og Mantik Music af Klöru Elias, Malthe Seierup og Danny McMillan. Klara færði textann yfir á íslensku og Þormóður Eiríksson endurpródúseraði og útsetti lagið ásamt Klöru sérstaklega fyrir Idolið. Aðspurð hvað hafi mótað hana mest í lífinu segir Saga: „Það fyrsta sem mér dettur í hug er mamma. Við erum búnar að ganga í gegnum ýmislegt. Við vorum tvær mjög lengi, þangað til hún kynntist núverandi manni sínum og ég á núna þrjá litla bræður. Þannig að við fórum úr því að vera tvær yfir í að vera rosa mörg,“ segir Saga hlæjandi og bætir við að það sé æðislegt. Alltaf tengd Bolungarvík Saga er ættuð frá Bolungarvík og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Þegar hún byrjaði í grunnskóla fluttu þær mæðgur til Akureyrar í tvö ár. „Eftir það fluttum við suður, fluttum á milli hverfa þar líka og það var svolítið mikið um ferðalög. Svo bjó ég alltaf fyrir vestan á sumrin og stór partur af fjölskyldunni minni er enn þar. Þannig að ég var alltaf fyrir vestan og mér finnst ég hafa búið þar lengur en ég gerði.“ Hún segir að Bolungarvík hafi einnig mótað sig mikið. „Það er öðruvísi vibe þar heldur en hér. Ég held að ég hafi haft rosa gott af því sem lítið barn, að fá meira frelsi, þú ert ekkert að fara að týnast. Svo flytjum við norður sem er aðeins stærra, áður en við förum til Reykjavíkur, þannig ég tók þetta í skrefum.“ Saga Matthildur bjó fyrstu árin sín í Bolungarvík, en hún segir bæinn hafa haft mótandi áhrif á sig.Vísir/Vilhelm Missti trú á sjálfri sér Tónlistin hefur alltaf verið í kringum Sögu og man hún ekki eftir sér án hennar. „Sem barn gat ég til dæmis aldrei sofnað nema það væri geisladiskur í gangi. Yfirleitt var það alltaf sami diskurinn í einhverja mánuði og svo skipti ég yfir í næsta. Ég var líka alltaf að æfa á einhver hljóðfæri og var alltaf syngjandi. Oft var ég með tónleika fyrir mömmu inni í stofu og söng í límstifti, voða krúttlegt. Ég var líka alltaf að semja eitthvað, bulla eitthvað og ætlaði þvílíkt að verða söngkona.“ Hún segir að það hafi alltaf verið draumurinn. „Svo fór það. Ég var rosalega langt niðri og hugsaði að þetta væri ekkert séns. Ég hætti að hafa trú á sjálfri mér, það var aðallega það. Lífið þvældist fyrir, var eitthvað að rugla í manni. Það gekk ýmislegt á, en það var aldrei það að mig langaði það ekki lengur. Það var meira svona að mér fyndist það of mikið vesen og ég hafði ekki trú á því að ég gæti gert það.“ Sem betur fer náði Saga að efla trúna á sjálfa sig. „Ég er búin að vera í brjálæðislega mikilli sjálfsvinnu og er búin að fá hjálp á góðum stöðum við að passa upp á mína andlegu heilsu.“ Ástríða fyrir tónlist kviknaði snemma hjá Sögu Matthildi og fær sannarlega að njóta sín nú.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að hugsa um sjálfa sig Blaðamaður spyr Sögu þá hvað sé sjálfsvinna fyrir henni. „Að læra. Ég var í massívu ferli að læra inn á sjálfa mig og greina hlutina. Ég var með alls konar skoðanir um sjálfa mig og er búin að æfa mig í að greina hvaðan það kemur og reyni að uppræta það þannig. Svo að hugsa um sjálfa mig. Ég hef alltaf sett alla aðra á undan og alltaf hugsað með sjálfa mig að það reddist bara seinna. En það var bara kominn tími. Ég tók þetta alltaf svolítið á hörkunni og var að ýta öllu til hliðar. Bara að keyra og keyra áfram. Svo náttúrulega kemur tími þar sem það er ekki hægt lengur, líkaminn og hausinn segir stopp og það gerðist svolítið hjá mér. Það var komið svolítið jæja móment hjá mér.“ Það skiptir Sögu Matthildi miklu máli að vera einlæg í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Einlægnin mikilvæg Það skiptir Sögu miklu máli að geta verið sönn og samkvæm sjálfri sér í tónlistinni. „Ég hef alltaf gert mitt allra besta við að vera einlæg og vera ég sjálf, ekkert að þykjast vera eitthvað annað en ég er, því það er ógeðslega leiðinlegt. Allt það tónlistarfólk sem ég lít upp til er svolítið þannig, að vinna með að vera það sjálft, og það er alltaf tónlistin sem ég tengi mest við.“ Saga sækir innblástur í alls kyns tónlist, þar á meðal rokk, popp og jazz. Vísir/Vilhelm Saga er með fjölbreyttan tónlistarsmekk og nefnir allt frá rokki yfir í popp og jazz. „Eiginlega allt nema klassísk tónlist, ég hef ekki enn náð að komast þangað. En allt með söng í eiginlega. Ég tek svona tímabil þar sem ég hlusta á ákveðna tónlist. Þessir gömlu brautryðjendur eru sérstaklega mikið í uppáhaldi. Ég hlustaði mikið á jazz og þá voru náttúrulega Nina Simone, Etta James, Aretha Franklin og Ella Fitzgerald í uppáhaldi. Svo aðeins seinna tók ég rokkið og þá voru það Led Zeppelin, Jimi Hendrix og Janis Joplin. Þetta er allt fólk sem er að gera eitthvað af því þau vilja gera það og lætur álit annarra ekki stoppa sig. Því var ekkert endilega vel tekið fyrst en í dag eru áhrifin sem þau höfðu algjörlega ómetanleg.“ Galin framför Þátttaka Sögu í Idol hafði sannarlega mótandi áhrif á hana og segir hún að það sem standi sérstaklega upp úr í þessari lífsreynslu sé hvað keppendurnir eru öll góðir vinir. Kjalar faðmar Sögu Matthildi þegar tilkynnt var um sigur hennar.Vísir/Vilhelm „Það var alltaf ótrúlega gaman að mæta og vináttan byrjaði snemma að myndast. Ég reyndar bjóst aldrei við því að komast svona langt. Þannig að fyrir mig persónulega stendur líka framförin hjá mér upp úr. Það er í alvörunni galið hvað það gerðist mikið á stuttum tíma. Ég er enn að átta mig á þessu sjálf, að ég hafi tekið þetta skref.“ Hér má sjá fyrstu áheyrnarprufu Sögu í Idolinu: Það má gera ráð fyrir að ýmislegt hafi breyst hjá Sögu í kjölfar sigursins en hún segir daglegt líf þó að mestu óbreytt. Það sé aðallega sambandið við sjálfa sig og hvert hún stefnir sem hafi breyst, ásamt aukinni athygli. „Ég átta mig alveg á því að hún fylgir bara pakkanum, þetta er innifalið. Þetta böggar mig ekkert en þetta var nú ekkert ástæðan fyrir neinu. Ég er alveg til í að sitja bara einhvers staðar úti í horni, fara svo að syngja, og fara svo bara heim,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Það eru allir að spyrja mig hvernig lífið sé núna en lífið er bara alveg eins. Ég lít ekkert öðruvísi á sjálfa mig. Ég er bara frekar venjuleg gella, fer í vinnuna og skólann, þannig að lífið er ekkert öðruvísi, nema að sjálfstraustið er orðið meira og það eru fleiri sem segja hæ við mig úti í búð. Annars er ég bara slök og ég hugsa að það sé það sem ég þarf til að halda haus. Maður heldur kannski að maður vakni daginn eftir og þá sé maður bara alveg búinn að breytast, en svo er ekki.“ Samhliða tónlistinni starfar Saga í félagsmiðstöð í Breiðholti og stundar nám við Háskóla Íslands. Saga rétt eftir að tilkynnt hafði verið um sigur hennar í Idolinu.Vísir/Vilhelm „Ég er ekki svona róleg“ Það virðist alltaf vera ákveðin ró og yfirvegun yfir Sögu en þegar blaðamaður spyr Sögu út í það er þó annað sem kemur í ljós. „Það eru alltaf allir að segja við mig að ég sé svo róleg en ég er ekki svona róleg sko. Ég er í fyrsta lagi svolítill kvíðasjúklingur og er oft að hafa miklar áhyggjur af einhverju. Svo er ég líka svolítið ofvirk. Þannig að það er frekar fyndið þegar fólk segir að ég sé róleg og yfirveguð. Fólk sér ekki hvað er í gangi inn í hausnum á mér,“ segir Saga hlæjandi og bætir við: „Ég er meira félagskvíðin heldur en bara róleg og yfirveguð. Ég er stundum að fríka út inn í hausnum þótt ég sé chilluð út á við.“ Þurfum að halda áfram að berjast fyrir breytingum Saga Matthildur tók lagið A Change is Gonna Come með Sam Cooke í úrslitaþættinum en flutningurinn var vægast sagt magnaður. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr flutninginum: Klippa: Saga Matthildur - A Change Is Gonna Come Aðspurð um lagavalið segir Saga: „Ég var í þvílíku basli með að velja lag, vá hvað það var erfitt. Magnús Jóhann og Unnur Elísabet voru bæði bara: „Jæja ertu búin að velja, þú þarft að senda okkur,“ svo að ég var alveg á síðasta snúningi og það var svo erfitt að velja. Svo hlustaði ég á þetta lag og var ekki viss um hvort þetta væri fyrir mig að taka, út af sögunni í laginu. Ég ákvað að láta það ekki stoppa mig ef ég segði af hverju mig langaði að taka þetta lag. Saga lagsins er að það er samið um Civil Rights mannréttindabaráttuna í Bandaríkjunum. Þessi texti, a change is gonna come, lýsir því að höfundurinn hafði mikla trú á því að breytingar væru að fara að eiga sér stað. Það er náttúrulega búið að vera ákveðið bakslag á Íslandi í ýmsum jafnréttismálum og í garð minnihlutahópa. Mér fannst þurfa að minna á að breytingar geti átt sér stað og við þurfum að halda áfram að berjast fyrir því. Ekkert kjaftæði.“ Feminismi er Sögu Matthildi mikið hjartans mál sem og réttindi fyrir öll. „Þegar fólk er fordómafullt og með hatursorðræðu, ég bara skil það ekki. Af hverju er þér ekki drull og af hverju hugsarðu ekki bara um þig í staðinn fyrir að hjóla í aðra? Ég skil ekki fordóma hjá fólki og af hverju fólki finnst það þurfa fordóma, því þeir eru náttúrulega mjög ónauðsynlegir. Ég hef alltaf frá því ég var krakki viljað að allir fái jöfn tækifæri og allir geti verið vinir, það er miklu skemmtilegra.“ „Mamma fyrirmyndin í lífinu“ Saga kemur aftur að móður sinni þegar hún er spurð út í hvaðan hún sækir innblástur. „Mamma veitir mér innblástur í mínu daglega lífi. Hún er grjóthörð og er ekkert eðlilega mikill nagli. Og að hafa nennt að ala mig upp sko, ég var ekkert eðlilega pirrandi. Hún hefur alltaf verið á fullu og er fyrirmyndin mín í lífinu, 100%.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Matthildur (@sagamatthildur) Aðspurð hvernig móðir hennar hafi verið í tengslum við söngferilinn segir Saga: „Hún er fyndin. Hún hefur alltaf stutt mig í öllu sem ég ákveð að gera. Hún er alltaf að hvetja mig og á tímabili tók ég því þannig að hún væri að pressa á mig eins og ég þyrfti að gera þetta fyrir hana. Núna segir hún bara: „Sjáðu! Ég vissi að þú vildir fara í þessa átt.“ Ég talaði alltaf um að mig langaði að verða söngkona þangað til ég sagðist allt í einu ekki vilja gera það. Þá var hún að hvetja mig og ég fór í mótþróa og sagði að þetta væri bara ömurlegt. Ég var ekkert eðlilega erfið sko,“ segir Saga og hlær. „En stuðningur og hvatning frá fjölskyldunni minni var aldrei það sem vantaði upp á. Mamma sagði að hún vissi alltaf að ég gæti þetta, það var bara ég sem vissi það ekki. Það vissu þetta flestir nema ég.“ Saga skein skært á sviðinu í Gufunesi á úrslitakvöldinu. Vísir/Vilhelm Skrítið að vera farin að lifa drauminn Aðspurð hvort hún viti það núna að hún geti þetta svarar Saga: „Greinilega. Nú er ég í vitundarvakningu um það að þetta sé kannski bara séns fyrir mig. Það var alltaf ótrúlega langsótt fyrir mér. Ég hélt að þetta myndi ekkert gerast og var búin að ákveða að vinna bara við eitthvað annað. Ég fann mér frábæra vinnu og fór í ótrúlega skemmtilegt nám og hugsaði þetta er bara geggjað. En tónlistin var alltaf þarna í hausnum á mér og þessi draumur um hana. Svo er ég bara eitthvað að lifa hann núna og það er frekar skrítið. Þetta er bara rétt að byrja, það er nóg eftir. Idolið var frábær upphafsreitur en draumurinn var ekki endilega að verða Idol stjarna heldur að verða tónlistarkona. Að lifa í tónlist og að það sé lífið mitt. Tónlist hefur alltaf verið lífið mitt og það væri geggjað ef það verður bara bókstaflega líf mitt.“ Gott að vera berskjölduð Eins og áður segir kemur Saga til með að gefa út EP plötu og verður spennandi að fylgjast með henni þróast í tónlistarheiminum. Hún segir næstu hindrun nú þegar vera mætta, sem er að senda frá sér persónuleg lög, en ætlar ekki að mikla það um of fyrir sér. „Ég er ekki mikið fyrir það að tala um tilfinningarnar mínar. Af því ég á svolítið erfitt með að opna mig og segja frá mínum dýpstu tilfinningum, þá er ég smá í brasi núna því það er komið að því. Ég hugsaði alltaf að ég myndi gefa út tónlist einhvern tíma en nú er það að gerast og þá þarf ég að segja frá tilfinningum mínum og lífi mínu. Það er næsta hindrun að hoppa yfir. Ég á smá erfitt með að vera berskjölduð en ég held líka að ég hafi ótrúlega gott af því. Ég veit líka að það er það sem ég fíla sjálf við tónlist annarra og það hefur verið minn innblástur og hvatning.“ Saga Matthildur segist hafa gott af því að vera berskjölduð í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Hlustar á þungarokk og lætur öskra á sig Tónlistarfólk sem Saga hefur hlustað á hefur gert gríðarlega mikið fyrir hana. „Þau eru að gefa svo ótrúlega mikið af sér. Það er líka alltaf einhver sem tengir, maður er ekki einn í heiminum og það er alltaf einhver annar sem er að upplifa, eða hefur upplifað, það sem maður gengur í gegnum. Ég væri ótrúlega til í að vera fyrirmynd og getað hjálpað öðrum að komast í gegnum alls konar erfiðleika í lífinu. Það hjálpaði mér rosalega mikið þegar ég var að ganga í gegnum eitthvað ömurlegt að geta bara kveikt á einhverju fallegu eða sorglegu og grenjað yfir því.“ Sögu Matthildi þætti vænt um að geta orðið fyrirmynd fyrir aðra í tónlistinni. Vísir/Vilhelm Hún segir tónlistina alltaf hafa verið þerapíu fyrir sig. Til dæmis þykir henni gott að vera með öskurtónlist í gangi þegar hún er reið. „Þá hlusta ég á þungarokk og læt öskra á mig. Það er stundum gott að láta aðeins öskra á sig. Með betri tónleikum sem ég hef farið á eru System of a Down tónleikar. Það var klikkað. Ég er svo lágvaxin og ég var með besta vini mínum sem neitaði að við færum fremst. Mig langaði það svo en hann sagði bara að ég myndi kremjast,“ segir Saga hlæjandi. „Ég var bara öskrandi með öllu og það var frábær útrás.“ Mikilvægt að láta vaða Að lokum biður blaðamaður Sögu að deila besta ráði sem hún lumar á. „Það er allt í lagi að biðja um aðstoð og það er meira að segja rosa gott. Maður getur ekki gert allt sjálfur og það er allt í lagi. Ég er búin að vera að læra það svolítið, að það er mjög gott að fá aðstoð. Svo bara að láta vaða. Maður getur ekki lært af neinu ef maður gerir ekki neitt. Ef ég held að einhver muni hía á mig einhvers staðar og geri ekki neitt, þá veit ég aldrei hvort það verði híað á mig. Það hefur ekki enn þá verið híað á mig,“ segir Saga Matthildur hlæjandi að lokum.
Tónlist Idol Geðheilbrigði Menning Tengdar fréttir Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. 10. febrúar 2023 22:18 Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. 10. febrúar 2023 22:18
Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45
Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31