„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 20:56 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta? „Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“ Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
„Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“
Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum