„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 20:56 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta? „Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“ Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
„Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“
Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03