„Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. febrúar 2023 21:29 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var sáttur með góðan sigur á FH í kvöld Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var sáttur er liðið sigraði FH með einu marki 35-36 í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Grótta var undir alveg fram á lokasekúndu en þá fengu þeir víti og tryggðu sér sigurinn. „Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“ Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
„Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“
Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46