Tiana meidd í mark og vann: „Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 11:28 Tiana Ósk Whitworth og Birna Kristín Kristjánsdóttir lentu í 1. og 2. sæti í 60 metra hlaupinu á MÍ í Laugardalshöll um helgina. FRÍ „Þetta gerðist þegar það voru nokkrir metrar eftir af hlaupinu, þegar ég var að teygja mig yfir marklínuna. Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur,“ segir Tiana Ósk Whitworth sem upplifði gleði og sorg á sama augnabliki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“ Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti