Um fúsk, óráðsíu og ósannindi háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2023 11:31 Þann 11. febrúar sl. birtist grein eftir mig á Vísi, „Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra“, þar sem ég gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála, fyrir að fara illa með viðkvæma fjármuni háskólastigsins með stofnun sjóðs með það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi íslenskra háskóla. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst að því að á sama tíma og stjórnvöld skertu framlög til háskólastigsins á fjárlögum tæki háskólaráðherra einhliða ákvörðun um að færa umtalsverða fjármuni úr grunnfjármögnun háskólastigsins yfir í umræddan sjóð. Þetta var óráðsían. En ég benti ennfremur á að illa hefði verið staðið að þessum sjóði og allt of lítill tími hefði gefist til að undirbúa umsóknir svo gera mætti ráð fyrir því að þær væru nægilega vel undirbúnar. Þetta var fúskið. Áslaug Arna svarar þessum aðfinnslum mínum þann 15. febrúar í frétt á Mbl.is undir fyrirsögninni „Segir gagnrýni á fjármögnun misskilning“. Ég þakka Áslaugu Örnu fyrir að gefa sér tíma (með aðstoð fréttamanns) til að svara mér. En ég hefði verið enn þakklátari ef hún hefði sagt satt með svörum sínum. Eftir henni er haft: „Hið rétta sé að ekki hafi verið tekið fé af rekstri HÍ til að fjármagna samstarf skólanna. Aukalega hafi milljarður króna verið settur í hvataverkefni sem miði að auknu samstarfi háskóla.“ Hér fer ráðherra með ósannindi – og hún hlýtur að vita betur. Ég hef það eftir öruggum heimildum að þetta fjármagn hafi raunverulega verið tekið úr grunnfjármögnun háskólanna með ákveðnum bókhaldsbrellum. Það var ekkert viðbótarfjármagn á lausu, enda hefur háskólastigið verið fjársvelt árum saman. Ótvíræður vitnisburður um þetta er að fjármögnun háskóla á Íslandi hefur lengstaf verið undir meðaltali OECD-ríkjanna og stendur langt að baki meðalfjármögnun háskóla á Norðurlöndunum þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við finnum strax fyrir skerðingunni í HÍ þar sem umbótaverkefni til að auka á langþráð jafnræði á milli sviða og deilda sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið var sett í frost um leið og þetta fjármagn var tekið út úr kerfinu. Við þetta má bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði í fjárlaganefnd út í uppruna fjármagnsins fyrir samstarfssjóðinn nýja en fékk aldrei skýr svör. Merkilegt hvers vegna virðist svo erfitt að gera grein fyrir uppruna þess. Að auki finnst mér ástæða til að setja spurningamerki við einhliða inngrip ráðherra í innra starf háskólanna: Er það ekki aðför að akademísku frelsi að ráðuneytið hafi beint ráðstöfunarvald yfir því hverjir fá úthlutað fjármagni til akademískra verkefna og þar með á val viðfangsefna háskólanna? Áslaug Arna segir að háskólarnir „höfðu sjálfstæði í vali verkefna sem styðja við nýsköpun og framfarir á háskólastigi.“ En í þessu tilviki var ákvörðun um úthlutun ekki tekin af óháðum sérfræðingum heldur af ráðuneytinu eða jafnvel Áslaugu Örnu sjálfri. Hún hefur áður látið þau orð falla að sjóðurinn Samstarf háskóla myndi leiða til „gagnsærra jafnræðis“. Hér var hins vegar algert ógagnsæi á ferðinni. Ég fæ heldur ekki séð hvernig sjóðurinn geti stuðlað að jafnræði, því í kerfi þar sem sex af sjö háskólum bjóða aðeins upp á lítinn hluta þeirra námsleiða sem eru í boði í hinum sjöunda sitja greinilega ekki allir við sama borð. Áslaug Arna segir: „Umsóknir voru þvert á það sem haldið er fram mjög vandaðar og úthugsaðar.“ Hefur ráðuneytið fullnægjandi getu til að meta það? Hefur Áslaug Arna hugsað út í að verkefnin, sem eru til tveggja ára, gætu hugsanlega orðið aukin byrði á háskólastiginu til lengri tíma litið vegna þess að mörgum þeirra verður vafalaust ekki lokið innan tveggja ára. Þá segir hún að „rektorar háskólanna [hafi ]fagnað þessu og auknum hvata í samstarf skólanna…“ Já, það kann að vera að þeir hafi gert það á meðan þeim var talin trú um að hér væri um viðbótarfjármagn að ræða. Loks má velta fyrir sér þeirri undarlega kokhraustu staðhæfingu Áslaugar Örnu að „öflugt samstarf háskólanna sé lykilatriði til að vinna á móti smæð íslensks háskólakerfis, sem sé dreift á sjö háskóla sem eru í mikilli samkeppni við erlenda háskóla.“ Er það örugglega lykilatriðið? Eru allir sjálfkrafa sammála um þetta? Gæti ekki verið happasælla að stuðla í auknum mæli að erlendu samstarfi? Athygli vekur í þessu sambandi að aðeins ein umsókn í sjóðinn miðaði sérstaklega að því að efla stöðu íslenskra háskóla í alþjóðlegu samhengi og sá ráðuneytið ekki ástæðu til að styrkja hana. Út á hvað gengur annars þessi mikla „samkeppni við erlenda háskóla“? Samkeppni um hvað? Nemendur? Starfsfólk? Fjármagn? Sannleikann? Væri þá ekki nær að byrja á réttum enda og tryggja fyrst að háskólarnir – einkum þeir sem eru þegar í umtalsverðu erlendu samstarfi – verði fjármagnaðir á borð við aðra norræna háskóla svo þeir hafi tök á að keppa á jafnræðisgrundvelli og geti gert áætlanir til lengri tíma? Áslaug Arna virðist beina því gegn mér að „Það er hins vegar þannig að þeir [sem] vilja gera meira af því sama vilja halda óbreyttu kerfi.“ Ég tek þetta nú ekki til mín, enda sé ég akkúrat enga kerfisumbyltingu með þessum samstarfssjóði, heldur gerræðislegt, vanhugsað og dýrt inngrip stjórnmálamanns í málefni háskólanna sem gefur hættulegt fordæmi til framtíðar. En ef Áslaug Arna hefur raunverulega hug á því að breyta kerfinu til batnaðar og efla gæði og sóknarfæri háskólanna, hvet ég hana til að stuðla að því að gera okkur háskólakennurum loksins kleift að vinna almennilega þau störf sem við vorum ráðin til að gegna í stað þess að þurfa að verja umtalsverðum tíma og orku í sparnaðaraðgerðir eða í að slökkva elda sem stöðugt kvikna um allt hús. En þá verður hún að einblína á rót vandans í stað þess að flækja sig í arfanum. Höfundur er prófessor og deildarforseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 11. febrúar sl. birtist grein eftir mig á Vísi, „Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra“, þar sem ég gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála, fyrir að fara illa með viðkvæma fjármuni háskólastigsins með stofnun sjóðs með það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi íslenskra háskóla. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst að því að á sama tíma og stjórnvöld skertu framlög til háskólastigsins á fjárlögum tæki háskólaráðherra einhliða ákvörðun um að færa umtalsverða fjármuni úr grunnfjármögnun háskólastigsins yfir í umræddan sjóð. Þetta var óráðsían. En ég benti ennfremur á að illa hefði verið staðið að þessum sjóði og allt of lítill tími hefði gefist til að undirbúa umsóknir svo gera mætti ráð fyrir því að þær væru nægilega vel undirbúnar. Þetta var fúskið. Áslaug Arna svarar þessum aðfinnslum mínum þann 15. febrúar í frétt á Mbl.is undir fyrirsögninni „Segir gagnrýni á fjármögnun misskilning“. Ég þakka Áslaugu Örnu fyrir að gefa sér tíma (með aðstoð fréttamanns) til að svara mér. En ég hefði verið enn þakklátari ef hún hefði sagt satt með svörum sínum. Eftir henni er haft: „Hið rétta sé að ekki hafi verið tekið fé af rekstri HÍ til að fjármagna samstarf skólanna. Aukalega hafi milljarður króna verið settur í hvataverkefni sem miði að auknu samstarfi háskóla.“ Hér fer ráðherra með ósannindi – og hún hlýtur að vita betur. Ég hef það eftir öruggum heimildum að þetta fjármagn hafi raunverulega verið tekið úr grunnfjármögnun háskólanna með ákveðnum bókhaldsbrellum. Það var ekkert viðbótarfjármagn á lausu, enda hefur háskólastigið verið fjársvelt árum saman. Ótvíræður vitnisburður um þetta er að fjármögnun háskóla á Íslandi hefur lengstaf verið undir meðaltali OECD-ríkjanna og stendur langt að baki meðalfjármögnun háskóla á Norðurlöndunum þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við finnum strax fyrir skerðingunni í HÍ þar sem umbótaverkefni til að auka á langþráð jafnræði á milli sviða og deilda sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið var sett í frost um leið og þetta fjármagn var tekið út úr kerfinu. Við þetta má bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði í fjárlaganefnd út í uppruna fjármagnsins fyrir samstarfssjóðinn nýja en fékk aldrei skýr svör. Merkilegt hvers vegna virðist svo erfitt að gera grein fyrir uppruna þess. Að auki finnst mér ástæða til að setja spurningamerki við einhliða inngrip ráðherra í innra starf háskólanna: Er það ekki aðför að akademísku frelsi að ráðuneytið hafi beint ráðstöfunarvald yfir því hverjir fá úthlutað fjármagni til akademískra verkefna og þar með á val viðfangsefna háskólanna? Áslaug Arna segir að háskólarnir „höfðu sjálfstæði í vali verkefna sem styðja við nýsköpun og framfarir á háskólastigi.“ En í þessu tilviki var ákvörðun um úthlutun ekki tekin af óháðum sérfræðingum heldur af ráðuneytinu eða jafnvel Áslaugu Örnu sjálfri. Hún hefur áður látið þau orð falla að sjóðurinn Samstarf háskóla myndi leiða til „gagnsærra jafnræðis“. Hér var hins vegar algert ógagnsæi á ferðinni. Ég fæ heldur ekki séð hvernig sjóðurinn geti stuðlað að jafnræði, því í kerfi þar sem sex af sjö háskólum bjóða aðeins upp á lítinn hluta þeirra námsleiða sem eru í boði í hinum sjöunda sitja greinilega ekki allir við sama borð. Áslaug Arna segir: „Umsóknir voru þvert á það sem haldið er fram mjög vandaðar og úthugsaðar.“ Hefur ráðuneytið fullnægjandi getu til að meta það? Hefur Áslaug Arna hugsað út í að verkefnin, sem eru til tveggja ára, gætu hugsanlega orðið aukin byrði á háskólastiginu til lengri tíma litið vegna þess að mörgum þeirra verður vafalaust ekki lokið innan tveggja ára. Þá segir hún að „rektorar háskólanna [hafi ]fagnað þessu og auknum hvata í samstarf skólanna…“ Já, það kann að vera að þeir hafi gert það á meðan þeim var talin trú um að hér væri um viðbótarfjármagn að ræða. Loks má velta fyrir sér þeirri undarlega kokhraustu staðhæfingu Áslaugar Örnu að „öflugt samstarf háskólanna sé lykilatriði til að vinna á móti smæð íslensks háskólakerfis, sem sé dreift á sjö háskóla sem eru í mikilli samkeppni við erlenda háskóla.“ Er það örugglega lykilatriðið? Eru allir sjálfkrafa sammála um þetta? Gæti ekki verið happasælla að stuðla í auknum mæli að erlendu samstarfi? Athygli vekur í þessu sambandi að aðeins ein umsókn í sjóðinn miðaði sérstaklega að því að efla stöðu íslenskra háskóla í alþjóðlegu samhengi og sá ráðuneytið ekki ástæðu til að styrkja hana. Út á hvað gengur annars þessi mikla „samkeppni við erlenda háskóla“? Samkeppni um hvað? Nemendur? Starfsfólk? Fjármagn? Sannleikann? Væri þá ekki nær að byrja á réttum enda og tryggja fyrst að háskólarnir – einkum þeir sem eru þegar í umtalsverðu erlendu samstarfi – verði fjármagnaðir á borð við aðra norræna háskóla svo þeir hafi tök á að keppa á jafnræðisgrundvelli og geti gert áætlanir til lengri tíma? Áslaug Arna virðist beina því gegn mér að „Það er hins vegar þannig að þeir [sem] vilja gera meira af því sama vilja halda óbreyttu kerfi.“ Ég tek þetta nú ekki til mín, enda sé ég akkúrat enga kerfisumbyltingu með þessum samstarfssjóði, heldur gerræðislegt, vanhugsað og dýrt inngrip stjórnmálamanns í málefni háskólanna sem gefur hættulegt fordæmi til framtíðar. En ef Áslaug Arna hefur raunverulega hug á því að breyta kerfinu til batnaðar og efla gæði og sóknarfæri háskólanna, hvet ég hana til að stuðla að því að gera okkur háskólakennurum loksins kleift að vinna almennilega þau störf sem við vorum ráðin til að gegna í stað þess að þurfa að verja umtalsverðum tíma og orku í sparnaðaraðgerðir eða í að slökkva elda sem stöðugt kvikna um allt hús. En þá verður hún að einblína á rót vandans í stað þess að flækja sig í arfanum. Höfundur er prófessor og deildarforseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun