Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 12:00 David O'Connell var gerður aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi árið 2015. Hann fannst látinn af völdum skotsárs á laugardag. AP/Julio Cortez Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær. Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær.
Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent