Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2023 16:09 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. „Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12. Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12.
Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira