Íbúar í Antakya, bæ í suðurhluta Tyrklands sem fór mjög illa út úr hamförunum fyrir tveimur vikum, segja við Reuters að enn fleiri byggingar hafi skemmst í skjálftanum í kvöld. Ekki hafa borist fregnir af frekara mannfalli en tala látinna hækkar enn eftir fyrri skjálftann.
„Ég hélt að jörðin myndi gliðna í sundur undir fótum mér,“ hefur Reuters eftir Muna Al Omar, íbúa Antakya.