Körfubolti

Hjálmar kallaður inn í hópinn fyrir leikina gegn Spáni og Georgíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hjálmar Stefánsson í leik með Val.
Hjálmar Stefánsson í leik með Val. Vísir/Bára Dröfn

Hjálmar Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Subway deild karla í körfubolta, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Spáni hér heima og Georgíu ytra í undankeppni HM 2023.

Leikirnir tveir eru lokahnykkur undankeppninnar en Ísland er sem stendur í 4. sæti af 6 liðum í L-riðli. Efstu þrjú lið riðilsins komast á HM sem fram fer í Filippseyjum síðar á þessu ári.

Ísland mætir Spáni á heimavelli þann 23. febrúar áður en liðið ferðast til Georgíu og spilar gegn heimamönnum þann 26. febrúar.

Upphaflega innihélt hópurinn 15 leikmenn en nú hefur Hjálmar bæst við sem sextándi maður. Aðeins er þó heimilt að skrá 12 leikmenn á skýrslu í hverjum leik.

Hjálmar á að baki 18 A-landsleiki.


Tengdar fréttir

Hlynur snýr aftur í landsliðið

Hlynur Bæringsson snýr aftur í íslenska körfuboltalandsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×