Stærsti erlendi fjárfestirinn selur í ISB fyrir nærri þrjá milljarða

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem hefur verið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Íslandsbanka frá skráningu á markað sumarið 2021, hefur minnkað hlut sinn í bankanum um meira en fimmtung í þessum mánuði. Sala félagsins kemur í kjölfar þess að tilkynnt var um samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku.