Roald Dahl og afneitun veruleikans Þorsteinn Siglaugsson skrifar 21. febrúar 2023 11:30 Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. Samkvæmt fyrirsögn fréttar RÚV um málið snúast breytingarnar um að fjarlægja „móðgandi orðalag“ í bókum hans. Sögufélag Roalds Dahl segir breytingarnar smávægilegar og að þær snúist um að gera textann aðgengilegri nútímalesendum. „Fáránleg ritskoðun” segir Salman Rushdie Rithöfundurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Gerald Posner fjallaði um málið sunnudaginn 19. febrúar og nefnir fáein dæmi um breytingar, sem svo sannarlega eru ekki smávægilegar; heilu málsgreinarnar eru fjarlægðar eða þeim breytt svo þær verða óþekkjanlegar, kjánalegum skýringum er bætt inn í textann. Breytingarnar skipta hundruðum, segir Posner og tekur undir með rithöfundinum Salman Rushdie sem kallað hefur þessar breytingar „fáránlega ritskoðun“. Nick Dixon birti grein um málið á Daily Sceptic laugardaginn 18. febrúar og bendir á hvernig sumar breytingarnar gera texta Dahl líflausan og flatan. Aðrar gera textann einfaldlega merkingarlausan og öll kímnigáfa er vandlega fjarlægð. Dæmi úr Matilda: „Your daughter Vanessa, judging by what she‘s learnt this term, has no hearing organs at all“ verður „Judging by what your daughter Vanessa has learnt this term, this fact alone is more interesting than anything I have taught in the classroom“. “It nearly killed Ashton as well. Half the skin came away from his scalp” verður “It didn’t do Ashton much good”. Barnaát vekur enga hneykslan, en strákar og stelpur eru bannorð „Móðir“ verður „foreldri“, „karlmaður“ verður „einstaklingur“ og „karlmenn“ verða „fólk“. “Við borðum litla stráka og stelpur” verður “Við borðum lítil börn”. Strákar og stelpur hafa engan tilverurétt lengur, ekki frekar en mæður eða feður. Líffræðilegt kyn er bannað, en það virðist þó ekki trufla ritskoðarana, á vegum félagsins „Inclusive Minds“, að börn séu höfð til matar. Vísanir í höfunda sem nú eru bannaðir vegna viðhorfa sem ekki eru í tísku eru fjarlægðar. Joseph Conrad verður að Jane Austen. Rudyard Kipling verður að John Steinbeck. Ekkert er nógu saklaust til að sleppa framhjá vökulum augum ritskoðaranna, segir Dixon og bendir á hvernig „Þegiðu, bjáni“ verður „Uss“ og „hvítnaði upp“ verður „fölnaði nokkuð mikið“. Bókmenntir eiga að vera óþægilegar Suzanne Nossel, formaður Bandaríkjadeildar PEN rithöfundasamtakanna segist í viðtali við Washington Post slegin yfir fréttum af ritskoðun bóka Dahl. „Bókmenntir eiga að koma á óvart og vekja óþægilegar tilfinningar“ segir Nossel, og bendir á að tilraunir til að hreinsa texta af orðum sem hugsanlega kynnu að móðga einhvern útvatni töfra frásagnarinnar. „Orð skipta máli“, segir Gerald Posner í niðurlagi greinar sinnar. „Vandamálið er að ritskoðunin á verkum Dahls er forskrift að samskonar meðferð gagnvart öðrum látnum höfundum. Lesendur hafa rétt á að vita hvort textinn sem þeir lesa er ekki lengur sá texti sem höfundurinn skrifaði.“ Afneitun veruleikans Roald Dahl er alls ekki óumdeildur, eins og Posner bendir á. En textar hans eru í raun og veru þeir textar sem hann skrifaði. Útvatnaður og hreinsaður texti ritskoðaranna er einfaldlega ekki lengur texti höfundarins. Það er blekking að halda slíku fram. Útvötnunin á texta Roald Dahl er enn eitt ummerkið um þá afneitun raunveruleikans sem fer nú mjög í vöxt. Þessi afneitun birtist víða, í bókmenntum, sögu, stjórnmálum, hagfræði, jafnvel í raunvísindum á borð við líffræði og læknisfræði. Hlutlægur veruleiki víkur fyrir einkaskoðunum, tilfinningum eða einkalegri upplifun einstaklinga. Í stað hins ytri veruleika tekur tilbúin gerviveröld við. Líkt og Posner bendir á í athugasemdaþræði við grein sína má búast við að mikið tjón verði unnið áður en veruleikinn nær yfirhöndinni að nýju. Fyrirsögn fréttar RÚV er kannski einmitt glöggt dæmi um afneitun veruleikans. Hundruð viðamikilla breytinga; útvötnun, í raun eyðilegging á texta eins ástsælasta barnabókahöfundar sögunnar; verða að fáeinum breytingum sem snúast aðeins um að „fjarlægja móðgandi orðalag“. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Þorsteinn Siglaugsson Höfundarréttur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. Samkvæmt fyrirsögn fréttar RÚV um málið snúast breytingarnar um að fjarlægja „móðgandi orðalag“ í bókum hans. Sögufélag Roalds Dahl segir breytingarnar smávægilegar og að þær snúist um að gera textann aðgengilegri nútímalesendum. „Fáránleg ritskoðun” segir Salman Rushdie Rithöfundurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Gerald Posner fjallaði um málið sunnudaginn 19. febrúar og nefnir fáein dæmi um breytingar, sem svo sannarlega eru ekki smávægilegar; heilu málsgreinarnar eru fjarlægðar eða þeim breytt svo þær verða óþekkjanlegar, kjánalegum skýringum er bætt inn í textann. Breytingarnar skipta hundruðum, segir Posner og tekur undir með rithöfundinum Salman Rushdie sem kallað hefur þessar breytingar „fáránlega ritskoðun“. Nick Dixon birti grein um málið á Daily Sceptic laugardaginn 18. febrúar og bendir á hvernig sumar breytingarnar gera texta Dahl líflausan og flatan. Aðrar gera textann einfaldlega merkingarlausan og öll kímnigáfa er vandlega fjarlægð. Dæmi úr Matilda: „Your daughter Vanessa, judging by what she‘s learnt this term, has no hearing organs at all“ verður „Judging by what your daughter Vanessa has learnt this term, this fact alone is more interesting than anything I have taught in the classroom“. “It nearly killed Ashton as well. Half the skin came away from his scalp” verður “It didn’t do Ashton much good”. Barnaát vekur enga hneykslan, en strákar og stelpur eru bannorð „Móðir“ verður „foreldri“, „karlmaður“ verður „einstaklingur“ og „karlmenn“ verða „fólk“. “Við borðum litla stráka og stelpur” verður “Við borðum lítil börn”. Strákar og stelpur hafa engan tilverurétt lengur, ekki frekar en mæður eða feður. Líffræðilegt kyn er bannað, en það virðist þó ekki trufla ritskoðarana, á vegum félagsins „Inclusive Minds“, að börn séu höfð til matar. Vísanir í höfunda sem nú eru bannaðir vegna viðhorfa sem ekki eru í tísku eru fjarlægðar. Joseph Conrad verður að Jane Austen. Rudyard Kipling verður að John Steinbeck. Ekkert er nógu saklaust til að sleppa framhjá vökulum augum ritskoðaranna, segir Dixon og bendir á hvernig „Þegiðu, bjáni“ verður „Uss“ og „hvítnaði upp“ verður „fölnaði nokkuð mikið“. Bókmenntir eiga að vera óþægilegar Suzanne Nossel, formaður Bandaríkjadeildar PEN rithöfundasamtakanna segist í viðtali við Washington Post slegin yfir fréttum af ritskoðun bóka Dahl. „Bókmenntir eiga að koma á óvart og vekja óþægilegar tilfinningar“ segir Nossel, og bendir á að tilraunir til að hreinsa texta af orðum sem hugsanlega kynnu að móðga einhvern útvatni töfra frásagnarinnar. „Orð skipta máli“, segir Gerald Posner í niðurlagi greinar sinnar. „Vandamálið er að ritskoðunin á verkum Dahls er forskrift að samskonar meðferð gagnvart öðrum látnum höfundum. Lesendur hafa rétt á að vita hvort textinn sem þeir lesa er ekki lengur sá texti sem höfundurinn skrifaði.“ Afneitun veruleikans Roald Dahl er alls ekki óumdeildur, eins og Posner bendir á. En textar hans eru í raun og veru þeir textar sem hann skrifaði. Útvatnaður og hreinsaður texti ritskoðaranna er einfaldlega ekki lengur texti höfundarins. Það er blekking að halda slíku fram. Útvötnunin á texta Roald Dahl er enn eitt ummerkið um þá afneitun raunveruleikans sem fer nú mjög í vöxt. Þessi afneitun birtist víða, í bókmenntum, sögu, stjórnmálum, hagfræði, jafnvel í raunvísindum á borð við líffræði og læknisfræði. Hlutlægur veruleiki víkur fyrir einkaskoðunum, tilfinningum eða einkalegri upplifun einstaklinga. Í stað hins ytri veruleika tekur tilbúin gerviveröld við. Líkt og Posner bendir á í athugasemdaþræði við grein sína má búast við að mikið tjón verði unnið áður en veruleikinn nær yfirhöndinni að nýju. Fyrirsögn fréttar RÚV er kannski einmitt glöggt dæmi um afneitun veruleikans. Hundruð viðamikilla breytinga; útvötnun, í raun eyðilegging á texta eins ástsælasta barnabókahöfundar sögunnar; verða að fáeinum breytingum sem snúast aðeins um að „fjarlægja móðgandi orðalag“. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun