Í gær var sagt frá því að kona hafi fundist meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hún var flutt á slysadeild en var þar úrskurðuð látin. RÚV greinir frá því að konan hafi verið tæplega fimmtug.
Konan sem lést í sundlaug Kópavogs var á níræðisaldri en um er að ræða þriðja dauðsfallið á þremur mánuðum. Í desember á síðasta ári lést hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri í Breiðholtslaug. Öll eru andlátin til rannsóknar hjá lögreglu að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri deild lögreglu.