Ungmennabúðum á Laugarvatni lokað vegna myglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 22:45 UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005 og eru þær fyrir nemendur í níunda bekk grunnskóla um allt land. umfí Starfsemi Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni leggst af á meðan ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda sem greinst hafa í húsnæði ungmennabúða félagsins á staðnum. Ljóst er að sögn Sigurðar Guðmundssonar, forstöðumanns Skóla og ungmennabúða UMFÍ, að einhverjir hópar grunnskólabarna sem áttu pantaða dvöl í Ungmennabúðunum þurfi að sitja heima. „Okkar fyrsta hugsun er að huga að öryggi og heilsu starfsfólks búðanna sem og barnanna og kennaranna sem koma í ungmennabúðirnar. Við höfum farið yfir heildarúttektina með forsvarsfólki Bláskógabyggðar, fundað með stjórnendum og starfsfólki UMFÍ og haft samband við þá grunnskóla sem eiga pantaða dvöl á Laugarvatni til að upplýsa um þessa stöðu,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu UMFÍ. Vilja grípa strax til úrbóta Húsnæði Ungmennabúða UMFÍ er í eigu Bláskógabyggðar og sér UMFÍ um reksturinn. Í tilkynningu segir að húsnæðið hafi verið skoðað í framhaldi af ábendingum. „Niðurstöðurnar voru á þann veg að bregðast þarf við stöðunni. Raki mældist í steyptum útveggjum og nokkuð var um skemmdir sem m.a. má rekja til óþéttra glugga. Myglumyndun hefur líka greinst í húsinu. Allir sem málið snerta voru sammála um að bregðast þurfi við og grípa til aðgerða til að laga húsnæðið. Verið er að teikna upp viðbrögð og aðgerðir. Þótt það sé sárt þá verðum við að loka starfseminni tímabundið.“ Bláskógabyggð Mygla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ljóst er að sögn Sigurðar Guðmundssonar, forstöðumanns Skóla og ungmennabúða UMFÍ, að einhverjir hópar grunnskólabarna sem áttu pantaða dvöl í Ungmennabúðunum þurfi að sitja heima. „Okkar fyrsta hugsun er að huga að öryggi og heilsu starfsfólks búðanna sem og barnanna og kennaranna sem koma í ungmennabúðirnar. Við höfum farið yfir heildarúttektina með forsvarsfólki Bláskógabyggðar, fundað með stjórnendum og starfsfólki UMFÍ og haft samband við þá grunnskóla sem eiga pantaða dvöl á Laugarvatni til að upplýsa um þessa stöðu,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu UMFÍ. Vilja grípa strax til úrbóta Húsnæði Ungmennabúða UMFÍ er í eigu Bláskógabyggðar og sér UMFÍ um reksturinn. Í tilkynningu segir að húsnæðið hafi verið skoðað í framhaldi af ábendingum. „Niðurstöðurnar voru á þann veg að bregðast þarf við stöðunni. Raki mældist í steyptum útveggjum og nokkuð var um skemmdir sem m.a. má rekja til óþéttra glugga. Myglumyndun hefur líka greinst í húsinu. Allir sem málið snerta voru sammála um að bregðast þurfi við og grípa til aðgerða til að laga húsnæðið. Verið er að teikna upp viðbrögð og aðgerðir. Þótt það sé sárt þá verðum við að loka starfseminni tímabundið.“
Bláskógabyggð Mygla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira