Telur ekki að Madrídingar séu komnir áfram: „Ekki séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2023 07:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, minnir á að liðið þurfi enn að spila seinni leikinn gegn Liverpool til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, var eðlilega kampakátur eftir öruggan sigur sinna manna gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00