Bestir í klefanum: Sögur af fjórum geirvörtum og nöktum manni á Blönduósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 11:31 Agnar Smári Jónsson gaf Þorgrími Smára leyfi að birta þessa mynd. Úr einkasafni Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, bauð upp á topplista í síðasta þætti en þar valdi hann þá bestu í klefanum frá hans ferli í handboltanum. Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira