Guð blessi börnin okkar og barnabörn, en við sjálf verðum líka að gæta þeirra Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. febrúar 2023 10:01 Í síðustu viku skrifaði ég grein undir fyrirsögninni: „Guð blessi börnin okkar...“. Hún snérist um það, að ófriðsamlegt væri í heiminum og friður í Vestur Evrópu og Asíu væri ótryggur. Ég benti á, að Asía, með Xi í Kína, sem vill sameina Taívan Kína, og Kim í Norður-Kóreu, sem vill þjarma að Bandaríkjunum, með sílangdrægari eldflaugum og kjarnorkuvopnum, væri púðurtunna, sem gæti sprungið í loft upp hvenær sem væri. Ástæða þessarar greiningar Í raun gekk þessi hugleiðing og greining út á það, að við, Íslendingar, opnuðum augun fyrir því, að efnahags- og hernaðargeta Bandaríkjanna myndi í vaxandi mæli beinast að Asíu, og, að við gætum ekki lengur treyst á Bandaríkin með varnir og öryggi Evrópu. NATO, sem byggt væri í kringum Bandaríkin, væri engin framtíðarlausn. Evrópa yrði að geta staðið á eigin fótum með varnir sínar og öryggi. Við yrðum að vera þar með. Hugboð bandarísks hershöfðingja Bæta má því við, að nýlega lét bandarískur 4ra-stjörnu hershöfðingi (Four-star Air Force General), Mike Minihan, þá skoðun í ljós, að margt benti til, að til stríðs myndi koma milli Bandaríkjanna og Kína þá þegar 2025. Í minnisblaði, sem hann sendi undirmönnum sínum, en það lak síðan til fjölmiðla, bað hann þá, að búa sig sem allra bezt undir það, að þetta gæti gerzt. „I hope I am wrong. My gut tells me we will fight in 2025“, sagði Minihan. Í ljósi þess, að Kína hefur unnið að því um árabil að styrkja hernaðarmátt sinn, ná Bandaríkjunum á allan hátt, helzt fara fram úr þeim, til að skapa grundvöll fyrir heimsyfirráðum, í síðasta lagi 2050, liggur fyrir, að Bandaríkin hafa, með Xi og Kim, meira en nóg á sinni könnu. Forsenda fyrir hernaðarmætti Segja má, að sú keðja, sem hernaðarmáttur byggir á, samanstandi af þessum hlekkjum: Menntun-þekking-efnahagslegar framfarir-efnahagslegur styrkur-uppbygging hernaðarmáttar. Í þessu ljósi er vert að líta til þeirrar alþjóðlegu efnahagslegu framþróunar, sem vænta má fram til 2050. PwC er alþjóðlegt rannsóknar- og ráðgjafarsetur með aðsetur í 152 löndum og 328.000 starfsmenn. Þeir leiðbeina helztu ríkisstjórnum heims svo og yfir 400 af stærstu fyrirtækjum heims um þróun fólksfjölda, efnahagsmála, kaupmáttar, efnahagsstyrks, hernaðarstyrks og áhrifa, og hafa til þess færustu sérfræðinga og vísindmenn. Eftirfarandi byggist á þeirra spá: Þróun G7 og E7 G7 eru Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Bandaríkin, Kanada og Japan. E7 eru, aftur á móti, Kína, Indland, Indónesía, Brasilía, Mexíkó, Rússland og Tyrkland. Ef efnahagsgeta er mæld í kaupmætti, þá var efnahgsstyrkur G7-landanna tvöfalt meiri en efnahagsgeta E7-landanna árið 1995. Árið 2016 var efnahagsstyrkur þessara tveggja blokka orðinn svipaður. Hvor blokkin stóð fyrir um 33 prósentum efnahagsgetu heimsins, og allar aðrir þjóðir til samans fyrir þeim þriðjungi, sem upp á vantar. Árið 2050 telur PwC að E7 muni standa fyrir 50 prósentum af efnahgsgetunni, G7 fyrir aðeins 20 prósentum og önnur lönd fyrir 30 prósentum. Ef hernaðarmáttur er beintengdur efnahagsmætti, er, þannig, ljóst, að E7- ríkin gætu búið yfir tvöföldum hernaðarmætti G7-ríkjanna 2050. Staða og þróun einstakra ríkja Mælt í kaupgetu er Kína mesta efnahagsveldi heims og verður það áfram 2050. Nr. 2 í dag eru Bandaríkin. Þau munu falla í 3. sæti. Nr. 3 í dag er Indland, sem fer í 2. sæti 2050. Nr. 4 í dag er Japan, sem mun falla í 8. sæti. Indónesía mun taka 4. sætið. 5. sætið í dag er Þýzkaland, sem mun falla í 9. sæti. Brasilía mun taka 5. sætið. Rússland er og heldur 6. sæti. Mexíkó mun taka við 7. sæti. Bretland fer úr 9. sæti í það 10, og Tyrkland mun fara fram úr Frakklandi. Miðað við þessa spá, á efnahags- og hernaðarstyrkur hinna ýmsu þjóða eftir að gjörbreytast fram til 2050. Það mun þrengja að Evrópu. Valda- og áhrifablokkir Stofnað var til nýrrar valdablokkar 2006, BRICS, sem lítið hefur farið fyrir, þó að þarna hafi orðið til valdamesta blokk heims, allt í senn með tilliti til fólksfjölda, efnahagslegs styrks og hernaðarmáttar. BRICS stendur fyrir Brasilía, Rússland, Indland, Kína (China) og Suður-Afríka. Ekkert þessara ríkja, BICS, fordæmir Úkraínuinnrás Pútíns. Af 6 mestu efnahagsríkjum heims 2050, verða 4 BRICS-lönd. Af um 10 milljarða jarðarbúa 2050, verða 5-6 milljarðar í BRICS-löndum. Ef Tyrkland, Úkraína og öll Balkan-lönd verða komin í Evrópusambandið, og Bretland gengur aftur inn, sem vænta má, verða ESB-íbúar um 700 milljónir 2050. NAFTA (ríki Norður-Ameríku), nú USMCA, verða um 500 milljónir manna. NATO-ríkin, ef USA helzt þar, vera um 1,1 milljarður. BRICS mun þannig drottna yfir öllum öðrum blokkum, í öllu tilliti. Niðurstaða – lærdómur Hví þessi samantekt? Ekki geta Íslendingar ráðið miklu um þetta framtíðarferðalag heimsbyggðarinnar. Nei, en Ísland getur ráðið nokkru um sitt eigið ferðalag. Það má og getur ekki gengið, nema í eina átt: Til fulls og ótakmarkaðs samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir, með fullum réttindum og áhrifum, skjóli og vernd, sem fullgildur meðlimur Evrópusambandsins. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði ég grein undir fyrirsögninni: „Guð blessi börnin okkar...“. Hún snérist um það, að ófriðsamlegt væri í heiminum og friður í Vestur Evrópu og Asíu væri ótryggur. Ég benti á, að Asía, með Xi í Kína, sem vill sameina Taívan Kína, og Kim í Norður-Kóreu, sem vill þjarma að Bandaríkjunum, með sílangdrægari eldflaugum og kjarnorkuvopnum, væri púðurtunna, sem gæti sprungið í loft upp hvenær sem væri. Ástæða þessarar greiningar Í raun gekk þessi hugleiðing og greining út á það, að við, Íslendingar, opnuðum augun fyrir því, að efnahags- og hernaðargeta Bandaríkjanna myndi í vaxandi mæli beinast að Asíu, og, að við gætum ekki lengur treyst á Bandaríkin með varnir og öryggi Evrópu. NATO, sem byggt væri í kringum Bandaríkin, væri engin framtíðarlausn. Evrópa yrði að geta staðið á eigin fótum með varnir sínar og öryggi. Við yrðum að vera þar með. Hugboð bandarísks hershöfðingja Bæta má því við, að nýlega lét bandarískur 4ra-stjörnu hershöfðingi (Four-star Air Force General), Mike Minihan, þá skoðun í ljós, að margt benti til, að til stríðs myndi koma milli Bandaríkjanna og Kína þá þegar 2025. Í minnisblaði, sem hann sendi undirmönnum sínum, en það lak síðan til fjölmiðla, bað hann þá, að búa sig sem allra bezt undir það, að þetta gæti gerzt. „I hope I am wrong. My gut tells me we will fight in 2025“, sagði Minihan. Í ljósi þess, að Kína hefur unnið að því um árabil að styrkja hernaðarmátt sinn, ná Bandaríkjunum á allan hátt, helzt fara fram úr þeim, til að skapa grundvöll fyrir heimsyfirráðum, í síðasta lagi 2050, liggur fyrir, að Bandaríkin hafa, með Xi og Kim, meira en nóg á sinni könnu. Forsenda fyrir hernaðarmætti Segja má, að sú keðja, sem hernaðarmáttur byggir á, samanstandi af þessum hlekkjum: Menntun-þekking-efnahagslegar framfarir-efnahagslegur styrkur-uppbygging hernaðarmáttar. Í þessu ljósi er vert að líta til þeirrar alþjóðlegu efnahagslegu framþróunar, sem vænta má fram til 2050. PwC er alþjóðlegt rannsóknar- og ráðgjafarsetur með aðsetur í 152 löndum og 328.000 starfsmenn. Þeir leiðbeina helztu ríkisstjórnum heims svo og yfir 400 af stærstu fyrirtækjum heims um þróun fólksfjölda, efnahagsmála, kaupmáttar, efnahagsstyrks, hernaðarstyrks og áhrifa, og hafa til þess færustu sérfræðinga og vísindmenn. Eftirfarandi byggist á þeirra spá: Þróun G7 og E7 G7 eru Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Bandaríkin, Kanada og Japan. E7 eru, aftur á móti, Kína, Indland, Indónesía, Brasilía, Mexíkó, Rússland og Tyrkland. Ef efnahagsgeta er mæld í kaupmætti, þá var efnahgsstyrkur G7-landanna tvöfalt meiri en efnahagsgeta E7-landanna árið 1995. Árið 2016 var efnahagsstyrkur þessara tveggja blokka orðinn svipaður. Hvor blokkin stóð fyrir um 33 prósentum efnahagsgetu heimsins, og allar aðrir þjóðir til samans fyrir þeim þriðjungi, sem upp á vantar. Árið 2050 telur PwC að E7 muni standa fyrir 50 prósentum af efnahgsgetunni, G7 fyrir aðeins 20 prósentum og önnur lönd fyrir 30 prósentum. Ef hernaðarmáttur er beintengdur efnahagsmætti, er, þannig, ljóst, að E7- ríkin gætu búið yfir tvöföldum hernaðarmætti G7-ríkjanna 2050. Staða og þróun einstakra ríkja Mælt í kaupgetu er Kína mesta efnahagsveldi heims og verður það áfram 2050. Nr. 2 í dag eru Bandaríkin. Þau munu falla í 3. sæti. Nr. 3 í dag er Indland, sem fer í 2. sæti 2050. Nr. 4 í dag er Japan, sem mun falla í 8. sæti. Indónesía mun taka 4. sætið. 5. sætið í dag er Þýzkaland, sem mun falla í 9. sæti. Brasilía mun taka 5. sætið. Rússland er og heldur 6. sæti. Mexíkó mun taka við 7. sæti. Bretland fer úr 9. sæti í það 10, og Tyrkland mun fara fram úr Frakklandi. Miðað við þessa spá, á efnahags- og hernaðarstyrkur hinna ýmsu þjóða eftir að gjörbreytast fram til 2050. Það mun þrengja að Evrópu. Valda- og áhrifablokkir Stofnað var til nýrrar valdablokkar 2006, BRICS, sem lítið hefur farið fyrir, þó að þarna hafi orðið til valdamesta blokk heims, allt í senn með tilliti til fólksfjölda, efnahagslegs styrks og hernaðarmáttar. BRICS stendur fyrir Brasilía, Rússland, Indland, Kína (China) og Suður-Afríka. Ekkert þessara ríkja, BICS, fordæmir Úkraínuinnrás Pútíns. Af 6 mestu efnahagsríkjum heims 2050, verða 4 BRICS-lönd. Af um 10 milljarða jarðarbúa 2050, verða 5-6 milljarðar í BRICS-löndum. Ef Tyrkland, Úkraína og öll Balkan-lönd verða komin í Evrópusambandið, og Bretland gengur aftur inn, sem vænta má, verða ESB-íbúar um 700 milljónir 2050. NAFTA (ríki Norður-Ameríku), nú USMCA, verða um 500 milljónir manna. NATO-ríkin, ef USA helzt þar, vera um 1,1 milljarður. BRICS mun þannig drottna yfir öllum öðrum blokkum, í öllu tilliti. Niðurstaða – lærdómur Hví þessi samantekt? Ekki geta Íslendingar ráðið miklu um þetta framtíðarferðalag heimsbyggðarinnar. Nei, en Ísland getur ráðið nokkru um sitt eigið ferðalag. Það má og getur ekki gengið, nema í eina átt: Til fulls og ótakmarkaðs samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir, með fullum réttindum og áhrifum, skjóli og vernd, sem fullgildur meðlimur Evrópusambandsins. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun