Umfjöllun og viðtal: Grindavík - ÍR 77-62 | Þægilegur Grindavíkursigur suður með sjó Siggeir Ævarsson skrifar 22. febrúar 2023 19:53 Breiðablik Grindavík Subway deild kvenna 2022 Vísir/Vilhelm Grindavík vann öruggan sigur á ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik en liðin mættust í Grindavík í kvöld. Lokatölur 77-62 og Grindavík eygir því enn von um sæti í úrslitakeppninni. Grindavík tók á móti botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í kvöld í leik sem náði aldrei að verða mjög spennandi. Strax að loknum fyrsta leikhluta hafði Grindavík skorað tvöfalt meira en ÍR, staðan 11-22. Grindvíkingar voru ekkert að hitta neitt sérstaklega vel í kvöld en það kom ekki að sök. Þær settu gríðarlegan kraft í varnarleikinn og voru duglegar að sópa upp sóknarfráköstum og fengu oftar en ekki aukaskot í sömu sókn. Til marks um ákafan í vörn Grindavíkur þá voru þær komnar með sjö stolna bolta strax eftir fyrsta leikhluta, en ÍR aðeins einn. Grindvíkingar héldu til búningsklefa með þægileg forskot í farteskinu, staðan 42-26. Rétt áður höfðu ÍR-ingar minnkað muninn í sex stig sem var í raun eini spennandi hluti leiksins. Grindavík svaraði með því að skora síðustu 10 stig leikhlutans og voru þá komnar með ansi þægilegt forskot og gátu leyft sér að dreifa álaginu á liðið eftir því sem á leið. Í seinni hálfleik fór þjálfarateymi Grindavíkur djúpt á bekkinn en allir leikmenn sem voru á skýrslu komu við sögu í kvöld og Dani Rodriguez, sem hefur verið að spila yfir 36 mínútur að meðaltali í vetur, spilaði aðeins 27 mínútur. Þetta var aðeins annar leikurinn í vetur þar sem hún spilar undir 30 mínútur, en hinn var einmitt líka á móti ÍR. Þetta gerði það mögulega að verkum að munurinn varð aldrei meiri en 20 stig, en Grindvíkingar héldu þægilegu forskoti allt til loka. ÍR-ingar unnu raunar seinni hálfleikinn með einu stigi en eins og lokatölurnar gefa til kynna hefðu þær þurft að skora umtalsvert meira til að eiga möguleika í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Þær gerðu í raun útum leikinn þegar þær lokuðu fyrri hálfleiknum 10-0. Eftir það var endurkoma ÍR aldrei í kortunum. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Grindavík var Dani Rodriguez stigahæst með 21 stig, og bætti við sex fráköstum og átta stoðsendingum. Næst kom Elma Dautovic með 15 stig og 14 fráköst en hún eins og svo margir leikmenn Grindvíkur átti ekki sinn besta skotleik í kvöld. Greeta Uprus var stigahæst ÍR-inga með 18 stig og tólf fráköst að auki. Fjórir leikmenn ÍR skoruðu 10 stig eða meira í kvöld, sem má sennilega flokka sem ljósan punkt í annars erfiðum leik fyrir gestina. Hvað gekk illa? ÍR-ingum gekk illa að halda boltanum gegn stífri vörn Grindvíkinga. Þær töpuðu 26 boltum en Grindavík aðeins 15 til samanburðar. Hvað gerist næst? Grindvíkingar sækja Fjölni heim á sunnudaginn og sama kvöld fær ÍR Hauka í heimsókn. Þorleifur: „Það er brjálað prógram framundan og flott að geta nýtt þennan leik í að leyfa þeim sem eru að spila mest að hvíla sig“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur við frammistöðu sinna kvenna í kvöld þrátt fyrir að skotin hafi ekki verið að detta. Það var ekki síst varnarleikurinn sem hann var ánægður með en ákafinn í honum var skrúfaður í botn í allt kvöld. „Þetta var bara flottur leikur hjá okkur. Við vorum að hitta reyndar alveg rosalega illa en létum það ekki hafa áhrif á okkur. Héldum áfram og það voru margir hlutir sem ég var virkilega ánægður með í þessum leik. Ég var virkilega ánægður með vörnina og líka varnarfærslurnar sem er eitthvað sem við erum búnar að vera að vinna í í allan vetur.“ „Í kvöld voru þær að standa sig virkilega vel hvað það varðar. Kraftur allan leikinn og við tókum líka mikið af sóknarfráköstum, en við klikkuðum líka alveg úr óhemju mörgum skotum. Við vorum að búa til opin skot og halda áfram að skjóta þeim og ég er bara virkilega stoltur af stelpunum.“ Talandi um opin skot þá var Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir, sem sérfræðingarnir í körfuboltakvöldi hafa oft nefnt sem eina bestu skyttu deildarinnar, ísköld í kvöld. Hún var aðeins 1/10 fyrir utan en þessi eini þristur kom í blálokin. Var Thea nokkuð lasin í kvöld? „Það virðist vera! En hún sem betur fer hitti einum og er þá komin á „run“, vonandi verður þá eitthvað framhald af því í næsta leik.“ Þorleifur rúllaði vel á sínum hópi í kvöld, var þetta meðvituð ákvörðun að gefa lykilmönnum hvíld fyrir næstu tvo leiki, sem eru 26. febrúar og 1. mars? „Alls ekki. Það er brjálað prógram framundan og flott að geta nýtt þennan leik í að leyfa þeim sem eru að spila mest að hvíla sig. Þær sem voru að koma inná voru að standa sig vel og ég er ángæður með þær.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík ÍR
Grindavík vann öruggan sigur á ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik en liðin mættust í Grindavík í kvöld. Lokatölur 77-62 og Grindavík eygir því enn von um sæti í úrslitakeppninni. Grindavík tók á móti botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í kvöld í leik sem náði aldrei að verða mjög spennandi. Strax að loknum fyrsta leikhluta hafði Grindavík skorað tvöfalt meira en ÍR, staðan 11-22. Grindvíkingar voru ekkert að hitta neitt sérstaklega vel í kvöld en það kom ekki að sök. Þær settu gríðarlegan kraft í varnarleikinn og voru duglegar að sópa upp sóknarfráköstum og fengu oftar en ekki aukaskot í sömu sókn. Til marks um ákafan í vörn Grindavíkur þá voru þær komnar með sjö stolna bolta strax eftir fyrsta leikhluta, en ÍR aðeins einn. Grindvíkingar héldu til búningsklefa með þægileg forskot í farteskinu, staðan 42-26. Rétt áður höfðu ÍR-ingar minnkað muninn í sex stig sem var í raun eini spennandi hluti leiksins. Grindavík svaraði með því að skora síðustu 10 stig leikhlutans og voru þá komnar með ansi þægilegt forskot og gátu leyft sér að dreifa álaginu á liðið eftir því sem á leið. Í seinni hálfleik fór þjálfarateymi Grindavíkur djúpt á bekkinn en allir leikmenn sem voru á skýrslu komu við sögu í kvöld og Dani Rodriguez, sem hefur verið að spila yfir 36 mínútur að meðaltali í vetur, spilaði aðeins 27 mínútur. Þetta var aðeins annar leikurinn í vetur þar sem hún spilar undir 30 mínútur, en hinn var einmitt líka á móti ÍR. Þetta gerði það mögulega að verkum að munurinn varð aldrei meiri en 20 stig, en Grindvíkingar héldu þægilegu forskoti allt til loka. ÍR-ingar unnu raunar seinni hálfleikinn með einu stigi en eins og lokatölurnar gefa til kynna hefðu þær þurft að skora umtalsvert meira til að eiga möguleika í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Þær gerðu í raun útum leikinn þegar þær lokuðu fyrri hálfleiknum 10-0. Eftir það var endurkoma ÍR aldrei í kortunum. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Grindavík var Dani Rodriguez stigahæst með 21 stig, og bætti við sex fráköstum og átta stoðsendingum. Næst kom Elma Dautovic með 15 stig og 14 fráköst en hún eins og svo margir leikmenn Grindvíkur átti ekki sinn besta skotleik í kvöld. Greeta Uprus var stigahæst ÍR-inga með 18 stig og tólf fráköst að auki. Fjórir leikmenn ÍR skoruðu 10 stig eða meira í kvöld, sem má sennilega flokka sem ljósan punkt í annars erfiðum leik fyrir gestina. Hvað gekk illa? ÍR-ingum gekk illa að halda boltanum gegn stífri vörn Grindvíkinga. Þær töpuðu 26 boltum en Grindavík aðeins 15 til samanburðar. Hvað gerist næst? Grindvíkingar sækja Fjölni heim á sunnudaginn og sama kvöld fær ÍR Hauka í heimsókn. Þorleifur: „Það er brjálað prógram framundan og flott að geta nýtt þennan leik í að leyfa þeim sem eru að spila mest að hvíla sig“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur við frammistöðu sinna kvenna í kvöld þrátt fyrir að skotin hafi ekki verið að detta. Það var ekki síst varnarleikurinn sem hann var ánægður með en ákafinn í honum var skrúfaður í botn í allt kvöld. „Þetta var bara flottur leikur hjá okkur. Við vorum að hitta reyndar alveg rosalega illa en létum það ekki hafa áhrif á okkur. Héldum áfram og það voru margir hlutir sem ég var virkilega ánægður með í þessum leik. Ég var virkilega ánægður með vörnina og líka varnarfærslurnar sem er eitthvað sem við erum búnar að vera að vinna í í allan vetur.“ „Í kvöld voru þær að standa sig virkilega vel hvað það varðar. Kraftur allan leikinn og við tókum líka mikið af sóknarfráköstum, en við klikkuðum líka alveg úr óhemju mörgum skotum. Við vorum að búa til opin skot og halda áfram að skjóta þeim og ég er bara virkilega stoltur af stelpunum.“ Talandi um opin skot þá var Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir, sem sérfræðingarnir í körfuboltakvöldi hafa oft nefnt sem eina bestu skyttu deildarinnar, ísköld í kvöld. Hún var aðeins 1/10 fyrir utan en þessi eini þristur kom í blálokin. Var Thea nokkuð lasin í kvöld? „Það virðist vera! En hún sem betur fer hitti einum og er þá komin á „run“, vonandi verður þá eitthvað framhald af því í næsta leik.“ Þorleifur rúllaði vel á sínum hópi í kvöld, var þetta meðvituð ákvörðun að gefa lykilmönnum hvíld fyrir næstu tvo leiki, sem eru 26. febrúar og 1. mars? „Alls ekki. Það er brjálað prógram framundan og flott að geta nýtt þennan leik í að leyfa þeim sem eru að spila mest að hvíla sig. Þær sem voru að koma inná voru að standa sig vel og ég er ángæður með þær.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti