Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en atkvæðagreiðslu SA um verkbann á svæði Eflingar lýkur síðar í dag.

Einnig fjöllum við um húsnæðisverð hér á landi en það lækkaði um 0,5% á milli mánaða, þriðja mánuðinn í röð, samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

Þá verður rætt við Diljá Mist Einarsdóttur sem er fyrsti flutningsmaður að tillögu um að Alþingi lýsi því yfir að hungursneyðin í Úkraínu á fjórða áratug síðustu aldar hafi verið hópmorð. 

Einnig fjöllum við um Öskudaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag þegar skólakrakkar skrýðast grímubúningum og fjölmenna í verslanir til að fá þar sælgæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×