„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur Guðmundsson hefur kvatt íslenska landsliðið í þriðja sinn á þjálfaraferlinum. EPA-EFE/Tamas Kovacs Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. HSÍ sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að Guðmundur væri hættur, aðeins tveimur vikum fyrir leiki við Tékkland í undankeppni EM 2024. Í yfirlýsingunni sagði að um samkomulag beggja aðila væri að ræða og var ákvörðunin ekki rökstudd. Málið var rætt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, í kjölfar leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni. „Það sem kemur mér á óvart er tímasetningin. Það er mánuður frá því að mótið kláraðist þannig að ef að ástæðan er að árangurinn hafi ekki verið nógu góður þá lá það fyrir, fyrir mánuði síðan. Það eru tvær vikur í þessa leiki við Tékka í undankeppninni. Tímasetningin stingur mest í augu,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. Arnar Daði, sem gagnrýndi Guðmund og hans þjálfarateymi mikið á meðan á HM í janúar stóð, tók svo við og var heitt í hamsi. Hann sagði Guðmund löngu búinn að „missa klefann“ og átti þá við að samband þjálfarans við leikmenn hefði súrnað fyrir löngu síðan. Segir hóp leikmanna hafa talið tíma Guðmundar lokið „Ég held bara að til að byrja með hafi aldrei staðið til að taka þessa ákvörðun. Ég held að landsliðsnefndin og stjórn HSÍ hafi ekki ætlað að reka Guðmund Guðmundsson. En eftir að þeir fóru í greiningarvinnu og að ræða við landsliðsmenn kom í ljós að staðan innan landsliðshópsins væri töluvert verri [en talið var]. Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði en hann bjóst þó við því að Guðmundur yrði áfram landsliðsþjálfari. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Umræða um brotthvar Guðmundar „Þetta er grautfúlt. Ég var manna gagnrýnastur á meðan á HM stóð og reyndi að vera sanngjarn í minni umfjöllun. En ég bjóst ekki við því að Guðmundur myndi fara því það er stutt í mikilvæga leiki í undankeppni EM 2024. Hann var á samningi og það er ekki ókeypis fyrir HSÍ að reka Guðmund. Það þarf að borga upp samninginn og við erum ekkert að velta okkur upp úr seðlunum,“ sagði Arnar Daði. Segir að allt þjálfarateymið hefði átt að stíga til hliðar Hann gagnrýndi einnig að aðstoðarmenn Guðmundar, sem báðir eru starfsmenn HSÍ, skyldu taka við liðinu fyrir leikina við Tékka sem eru handan við hornið. „Hver á að taka við? Brandarinn heldur bara áfram með því að tilkynna að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson eigi að taka næstu leiki. Með fullri virðingu þá mun ekkert breytast í þeim leikjum. Við erum alltaf að fara að vinna þessa leiki, það er ekki það, en þegar það eru skemmd epli og menn ósáttir þá koma ekki aðstoðarþjálfarinn og markmannsþjálfarinn og breyta heiminum. Að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson taki þetta starf að sér finnst mér vanvirðing gagnvart Guðmundi Guðmundssyni. Þetta er teymi sem klikkaði algjörlega á ögurstundu á stórmóti í janúar og fyrir mér hefðu þeir allir átt að fara, og í smá naflaskoðun. Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Íslands en hans tími var liðinn. En ég set risastórt spurningamerki við það að Gunnar Magnússon skuli ekki bara fara og skammast sín. Mér finnst gjörsamlega glórulaus ákvörðun að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson haldi áfram. Mér finnst þetta rosalega lélegt og HSÍ-legt,“ sagði Arnar Daði. Theodór benti á að aðeins tvær vikur væru í næstu leiki og því ef til vill fátt annað í stöðunni en að leita til aðstoðarmanna Guðmundar. „Mér er alveg sama. Hringja í Guðjón Val, Óla Stef, Snorra Stein, Patrek Jóhannesson, Erling Richardsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Róbert Gunnarsson… bara einhvern. Ég er ekki að grínast. Mér finnst þetta vera vanvirðing gagnvart Guðmundi að starfsmannateymið allt fari ekki.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
HSÍ sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að Guðmundur væri hættur, aðeins tveimur vikum fyrir leiki við Tékkland í undankeppni EM 2024. Í yfirlýsingunni sagði að um samkomulag beggja aðila væri að ræða og var ákvörðunin ekki rökstudd. Málið var rætt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, í kjölfar leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni. „Það sem kemur mér á óvart er tímasetningin. Það er mánuður frá því að mótið kláraðist þannig að ef að ástæðan er að árangurinn hafi ekki verið nógu góður þá lá það fyrir, fyrir mánuði síðan. Það eru tvær vikur í þessa leiki við Tékka í undankeppninni. Tímasetningin stingur mest í augu,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. Arnar Daði, sem gagnrýndi Guðmund og hans þjálfarateymi mikið á meðan á HM í janúar stóð, tók svo við og var heitt í hamsi. Hann sagði Guðmund löngu búinn að „missa klefann“ og átti þá við að samband þjálfarans við leikmenn hefði súrnað fyrir löngu síðan. Segir hóp leikmanna hafa talið tíma Guðmundar lokið „Ég held bara að til að byrja með hafi aldrei staðið til að taka þessa ákvörðun. Ég held að landsliðsnefndin og stjórn HSÍ hafi ekki ætlað að reka Guðmund Guðmundsson. En eftir að þeir fóru í greiningarvinnu og að ræða við landsliðsmenn kom í ljós að staðan innan landsliðshópsins væri töluvert verri [en talið var]. Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði en hann bjóst þó við því að Guðmundur yrði áfram landsliðsþjálfari. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Umræða um brotthvar Guðmundar „Þetta er grautfúlt. Ég var manna gagnrýnastur á meðan á HM stóð og reyndi að vera sanngjarn í minni umfjöllun. En ég bjóst ekki við því að Guðmundur myndi fara því það er stutt í mikilvæga leiki í undankeppni EM 2024. Hann var á samningi og það er ekki ókeypis fyrir HSÍ að reka Guðmund. Það þarf að borga upp samninginn og við erum ekkert að velta okkur upp úr seðlunum,“ sagði Arnar Daði. Segir að allt þjálfarateymið hefði átt að stíga til hliðar Hann gagnrýndi einnig að aðstoðarmenn Guðmundar, sem báðir eru starfsmenn HSÍ, skyldu taka við liðinu fyrir leikina við Tékka sem eru handan við hornið. „Hver á að taka við? Brandarinn heldur bara áfram með því að tilkynna að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson eigi að taka næstu leiki. Með fullri virðingu þá mun ekkert breytast í þeim leikjum. Við erum alltaf að fara að vinna þessa leiki, það er ekki það, en þegar það eru skemmd epli og menn ósáttir þá koma ekki aðstoðarþjálfarinn og markmannsþjálfarinn og breyta heiminum. Að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson taki þetta starf að sér finnst mér vanvirðing gagnvart Guðmundi Guðmundssyni. Þetta er teymi sem klikkaði algjörlega á ögurstundu á stórmóti í janúar og fyrir mér hefðu þeir allir átt að fara, og í smá naflaskoðun. Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Íslands en hans tími var liðinn. En ég set risastórt spurningamerki við það að Gunnar Magnússon skuli ekki bara fara og skammast sín. Mér finnst gjörsamlega glórulaus ákvörðun að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson haldi áfram. Mér finnst þetta rosalega lélegt og HSÍ-legt,“ sagði Arnar Daði. Theodór benti á að aðeins tvær vikur væru í næstu leiki og því ef til vill fátt annað í stöðunni en að leita til aðstoðarmanna Guðmundar. „Mér er alveg sama. Hringja í Guðjón Val, Óla Stef, Snorra Stein, Patrek Jóhannesson, Erling Richardsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Róbert Gunnarsson… bara einhvern. Ég er ekki að grínast. Mér finnst þetta vera vanvirðing gagnvart Guðmundi að starfsmannateymið allt fari ekki.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti