Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. febrúar 2023 17:16 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við fjölmiðla á í húsi samtakanna klukkan 18. Vísir/Egill Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira