Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 19:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53
Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31