Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 23. febrúar 2023 12:44 Sólveig Anna Jónsdóttir ávarpaði Eflingarmeðlimi á samstöðufundi í dag. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira