Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2023 15:16 Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir,sem var með lag, sem hann samdi í undankeppni Eurovision í San Marino í vikunni. Erna Hrönn samdi textann og söng lagið af sinni alkunnu snilld. Aðsend/Getty Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. „Lagið sem ég samdi og sendi inn í keppnina heitir „Your Voice“, og það er söngkonan, Erna Hrönn sem átti heiður að textanum. Hann fjallar um að að rísa upp aftur eftir áföll og hvað það er mikilvægt að hafa trú á og að elska sjálfan sig. Erna heillaðist strax af laginu og það er gott merki þegar söngkonuna langar sjálfa að semja textann fyrir mann hygg ég. Erna Hrönn er að mínu mati ein besta söngkona sem Ísland á,“ segir Arnar. Keppnin „Una Voce per San Marino“, sem er undankeppni Eurovision þar í landi, er talsvert stór og íburðarmikil keppni og hefur í raun staðið yfir síðan í haust með áheyrnarprufum. Svo stendur aðalkeppnin yfir alla þessa viku með fjórum undankeppnum og svo lokakeppni. „Það voru 1100 umsækjendur frá 37 þjóðum, sem sóttu um þátttöku í keppninni í ár og ég spurði Ernu Hrönn hvort hún vildi ekki sækja um með mér og hún tók vel í það. Umsækjendum var boðið í áheyrnarprufur og úr þeim voru valdir 106 listamenn til þátttöku í fjórum undankeppnum og var Erna Hrönn ein þeirra. Hún keppti í undankeppninni í fyrradag og var henni sjónvarpað. 22 listamenn munu keppa í lokakeppninni sem verður haldin í San Marínó n.k. laugardag. Við komumst því miður ekki alla leið að þessu sinni, en vonumst til að taka aftur þátt næsta ár,“ bætir Arnar við. Lifir og hrærist í tónlist Arnar segist vera með lag á heilanum hverju sinni sem hann sé að semja. „Þetta hjálpar mér að slaka á í daglegu amstri við mitt aðalstarf, sem eru skurðlækningarnar og ég sem jafnvel lög um leið og ég er að skera upp. Það truflar mig ekki heldur bara eykur starfsgleðina ef eitthvað. Ég ferðast mikið um heiminn, sem er eitt af mínum öðrum áhugamálum. Ég hef svo búið í sex löndum, auk Íslands. Ég nýt þess mikið að eiga tíma með dætrum mínum í Kaupmannahöfn og við ferðumst mikið saman. En við vorum einmitt fjölskyldan í vetrarfríi í Dubai í sömu viku og keppnin fór fram með Ernu og föruneyti í San Marínó. Ég hefði sannarlega viljað vera með henni þar líka,” segir Arnar að lokum. Arnar segist ekki vera í neinum vafa um það að Erna Hrönn, sé besta söngkona, sem Ísland á í dag. Lagið verður gefið út á næstunni.aðsend Idol keppni í framandi landi Erna Hrönn lætur vel af ævintýrinu sem að baki er. „Fyrri prufan fór þannig fram að ég söng tvö lög fyrir dómnefnd, frekar afslappað andrúmsloft þar sem fyrst og fremst var verið að skoða mig sem söngkonu og „performer“. Eftir flutninginn þakkaði ég fyrir mig og fór í stutt viðtal við RTV sjónvarpsstöðina. Semi-final var töluvert öðruvísi og maður skynjaði pressuna. Þegar kom að mér og ég stóð frammi fyrir dómnefndinni læddist að mér sú tilfinning að ég væri að taka þá í Idol keppni í framandi landi. smá flashback frá árinu 2004,“ segir Erna Hrönn hlæjandi. „Flutningurinn gekk mjög vel þó svo að við komumst ekki lengra í keppninni. Á okkar kvöldi voru aðeins fjögur lög, sem komust áfram af tuttugu og sjö, svo líkurnar voru ekki miklar,“ bætir hún við. Hún segir lagið fallegt og grípandi sem henti henni mjög vel. „Daði Birgisson útsetti það á sinn einstaka hátt og útbjó ofboðslega flottan hljóðheim með minnstu smáatriðum, sem mér finnst svo skemmtilegt. Ég lagði mikla vinnu í textann sem kemur lóðbeint frá hjartanu úr mínum reynsluheimi svo útkoman er að mínu mati mjög góð. Nú er bara að koma laginu í spilun og á Spotify og vonandi fer það vel í landann. Ég er líka að fá svo skemmtilega athygli alls staðar að úr heiminum svo það verður gaman að leyfa fólki loksins að fá að heyra,“ segir Erna Hrönn aðspurð um lagið. Eurovision San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Lagið sem ég samdi og sendi inn í keppnina heitir „Your Voice“, og það er söngkonan, Erna Hrönn sem átti heiður að textanum. Hann fjallar um að að rísa upp aftur eftir áföll og hvað það er mikilvægt að hafa trú á og að elska sjálfan sig. Erna heillaðist strax af laginu og það er gott merki þegar söngkonuna langar sjálfa að semja textann fyrir mann hygg ég. Erna Hrönn er að mínu mati ein besta söngkona sem Ísland á,“ segir Arnar. Keppnin „Una Voce per San Marino“, sem er undankeppni Eurovision þar í landi, er talsvert stór og íburðarmikil keppni og hefur í raun staðið yfir síðan í haust með áheyrnarprufum. Svo stendur aðalkeppnin yfir alla þessa viku með fjórum undankeppnum og svo lokakeppni. „Það voru 1100 umsækjendur frá 37 þjóðum, sem sóttu um þátttöku í keppninni í ár og ég spurði Ernu Hrönn hvort hún vildi ekki sækja um með mér og hún tók vel í það. Umsækjendum var boðið í áheyrnarprufur og úr þeim voru valdir 106 listamenn til þátttöku í fjórum undankeppnum og var Erna Hrönn ein þeirra. Hún keppti í undankeppninni í fyrradag og var henni sjónvarpað. 22 listamenn munu keppa í lokakeppninni sem verður haldin í San Marínó n.k. laugardag. Við komumst því miður ekki alla leið að þessu sinni, en vonumst til að taka aftur þátt næsta ár,“ bætir Arnar við. Lifir og hrærist í tónlist Arnar segist vera með lag á heilanum hverju sinni sem hann sé að semja. „Þetta hjálpar mér að slaka á í daglegu amstri við mitt aðalstarf, sem eru skurðlækningarnar og ég sem jafnvel lög um leið og ég er að skera upp. Það truflar mig ekki heldur bara eykur starfsgleðina ef eitthvað. Ég ferðast mikið um heiminn, sem er eitt af mínum öðrum áhugamálum. Ég hef svo búið í sex löndum, auk Íslands. Ég nýt þess mikið að eiga tíma með dætrum mínum í Kaupmannahöfn og við ferðumst mikið saman. En við vorum einmitt fjölskyldan í vetrarfríi í Dubai í sömu viku og keppnin fór fram með Ernu og föruneyti í San Marínó. Ég hefði sannarlega viljað vera með henni þar líka,” segir Arnar að lokum. Arnar segist ekki vera í neinum vafa um það að Erna Hrönn, sé besta söngkona, sem Ísland á í dag. Lagið verður gefið út á næstunni.aðsend Idol keppni í framandi landi Erna Hrönn lætur vel af ævintýrinu sem að baki er. „Fyrri prufan fór þannig fram að ég söng tvö lög fyrir dómnefnd, frekar afslappað andrúmsloft þar sem fyrst og fremst var verið að skoða mig sem söngkonu og „performer“. Eftir flutninginn þakkaði ég fyrir mig og fór í stutt viðtal við RTV sjónvarpsstöðina. Semi-final var töluvert öðruvísi og maður skynjaði pressuna. Þegar kom að mér og ég stóð frammi fyrir dómnefndinni læddist að mér sú tilfinning að ég væri að taka þá í Idol keppni í framandi landi. smá flashback frá árinu 2004,“ segir Erna Hrönn hlæjandi. „Flutningurinn gekk mjög vel þó svo að við komumst ekki lengra í keppninni. Á okkar kvöldi voru aðeins fjögur lög, sem komust áfram af tuttugu og sjö, svo líkurnar voru ekki miklar,“ bætir hún við. Hún segir lagið fallegt og grípandi sem henti henni mjög vel. „Daði Birgisson útsetti það á sinn einstaka hátt og útbjó ofboðslega flottan hljóðheim með minnstu smáatriðum, sem mér finnst svo skemmtilegt. Ég lagði mikla vinnu í textann sem kemur lóðbeint frá hjartanu úr mínum reynsluheimi svo útkoman er að mínu mati mjög góð. Nú er bara að koma laginu í spilun og á Spotify og vonandi fer það vel í landann. Ég er líka að fá svo skemmtilega athygli alls staðar að úr heiminum svo það verður gaman að leyfa fólki loksins að fá að heyra,“ segir Erna Hrönn aðspurð um lagið.
Eurovision San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“