Klúður! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 23. febrúar 2023 15:01 Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun