Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 16:07 Sam Bankman-Fried var fyrir skemmstu kóngur í rafmyntaheiminum. Nú á hann yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir að svíkja viðskiptavini og fjárfesta. AP/John Minchillo Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. Nýir ákæruliðir í málinu gegn Bankman-Fried, sem oft er nefndur SBF, voru lagðir fram fyrir alríkisdómstól í New York í dag. Fyrir höfðu saksóknarar ákært hann fyrir fjársvik, peningaþvætti og fleiri brot. Hann lýsti sig saklausan af þeim sökum. Alls eru ólöglegu kosningaframlögin sögð hafa numið tugum milljóna dollara, jafnvirði fleiri milljarða íslenskra króna. Bankman-Fried er sakaður um að hafa notað fé fjárfesta FTX til þess að fjármagna framlögin. Bankman-Fried var einn af stærstu fjárhagslegu bakhjörlum Demókrataflokksins fyrir þingkosningarnar í haust. Einn nánasti samstarfsmaður hans lét háar fjárhæðir af hendi rakna til repúblikana. Sjálfur hefur Bankman-Fried haldið því fram að hann hafi gefið repúblikönum svipaðar fjárhæðir og demókrötum í gegnum félög sem þurfa ekki að gera grein fyrir framlögum sínum. Dómari metur nú hvort og hvernig hann eigi að herða skilyrði fyrir því að Bankman-Fried fái að ganga laus gegn tryggingu. Saksóknarar hafa kvartað undan að hann hafi átt í dulkóðuðum samskiptum sem yfirvöld geti ekki fylgst með. FTX fór á hausinn með braki og brestum í nóvember. Bankman-Fried er sakaður um að hafa notað fjármuni viðskiptavina rafmyntakauphallarinnar til þess að fjármagna áhættufjárfestingar vogunarsjóðs í sinni eigu. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýir ákæruliðir í málinu gegn Bankman-Fried, sem oft er nefndur SBF, voru lagðir fram fyrir alríkisdómstól í New York í dag. Fyrir höfðu saksóknarar ákært hann fyrir fjársvik, peningaþvætti og fleiri brot. Hann lýsti sig saklausan af þeim sökum. Alls eru ólöglegu kosningaframlögin sögð hafa numið tugum milljóna dollara, jafnvirði fleiri milljarða íslenskra króna. Bankman-Fried er sakaður um að hafa notað fé fjárfesta FTX til þess að fjármagna framlögin. Bankman-Fried var einn af stærstu fjárhagslegu bakhjörlum Demókrataflokksins fyrir þingkosningarnar í haust. Einn nánasti samstarfsmaður hans lét háar fjárhæðir af hendi rakna til repúblikana. Sjálfur hefur Bankman-Fried haldið því fram að hann hafi gefið repúblikönum svipaðar fjárhæðir og demókrötum í gegnum félög sem þurfa ekki að gera grein fyrir framlögum sínum. Dómari metur nú hvort og hvernig hann eigi að herða skilyrði fyrir því að Bankman-Fried fái að ganga laus gegn tryggingu. Saksóknarar hafa kvartað undan að hann hafi átt í dulkóðuðum samskiptum sem yfirvöld geti ekki fylgst með. FTX fór á hausinn með braki og brestum í nóvember. Bankman-Fried er sakaður um að hafa notað fjármuni viðskiptavina rafmyntakauphallarinnar til þess að fjármagna áhættufjárfestingar vogunarsjóðs í sinni eigu.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06
Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12