Er VoN? Brynhildur R. Þorbjarnardóttir, Dagmar Óladóttir og S. Maggi Snorrason skrifa 24. febrúar 2023 09:01 Kæra Áslaug Arna, ráðherra háskólamála. Við erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði við Háskóla Íslands og höfum fylgst með þér tala ítrekað um frelsi, nýsköpun og tækifæri. Eins og staðan er núna eiga þessi orð ekki við um okkur og okkar nám á Verkfræði og Náttúruvísindasviði (VoN). Sviðið, líkt og skólinn í heild sinni, sér fram á nýjan veruleika með skertum tækifærum til náms og starfa, þvert á þín einkunnarorð. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil en staðan hefur sjaldan verið jafn slæm og nú. Skólann vantar milljarð til að ná endum saman í ár og hafa aðhaldsaðgerðir verið boðaðar til að bregðast við stöðunni. Skert námsúrval fyrir nemendur Öll svið háskólans sjá fram á niðurskurð í kennslu. Þá hefur Verkfræði- og náttúruvísindasvið sjaldan staðið jafn illa, en samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun fyrir næsta skólaár verða allar námsbrautir, 20 talsins (í grunnnámi), að skera niður um sem nemur tveimur áföngum eða ígildi 600 kennslustunda til þess að sviðið komist nær því að verða rekið á núlli. Þetta er að gerast á sama tíma og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra talar fyrir stórsókn í greinum Verkfræði og Náttúruvísindasviðs og á sama tíma og 1.200 milljónum króna var úthlutað úr samstarfssjóði háskólanna þar sem markmiðið var meðal annars að auka námsframboð og fjölga nemendum í STEAM greinum. Sem stúdentar á VoN og sérstakt áhugafólk um tölur og útreikninga, getum við því sagt að þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Það að tala um nemendur í STEAM greinum sem vonarstjörnur landsins kemur alls ekki heim og saman við þann langvarandi fjárskort sem Verkfræði- og Náttúruvísindasvið HÍ hefur búið við síðustu árin. Úthlutun til ákveðinna verkefna í gegnum samstarfssjóð leysir ekki þann vanda. Fjársvelt svið hefur ekki fjármagn til að vinna að nýsköpun í námi og starfi heldur setur allt fjármagn í að halda uppi grunnnámi, því samkeppnishæf námskeið á framhaldsstigi í greinum sviðsins finnast aðeins í mýflugumynd á sviðinu. Tökum dæmi; deild rafmagns- og tölvuverkfræði býður nú aðeins upp á 2 af 6 valáföngum sem kenndir hafa verið við deildina, þ.e. nemendum býðst afar takmarkað val innan síns áhugasviðs. Einnig má nefna nýtt kjörsvið innan deildar rafmagns- og tölvuverkfræði, læknisfræðilega verkfræði, sem haldið er uppi af einum starfsmanni. Verkfræði og náttúruvísindi þarfnast mikillar sérhæfingar, og því er gríðarleg þörf á að HÍ hafi tök á og fjármagn til að bjóða upp á sérhæft nám. Fjölbreytt nám er aðlaðandi nám. Að krefjast þess að deildir VoN skeri niður áfanga á sama tíma og ráðuneytið krefst þess að nemendum á sviðinu sé fjölgað er því dæmi sem gengur ekki upp. Samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun 2023 er niðurskurðurinn orðinn svo að deildirnar ná aðeins að halda uppi skylduáföngum námsbrautanna með örfáum undantekningum, en sem dæmi var 40 nemenda áfangi skorinn niður með fimmtán mínútna fyrirvara á fyrstu kennslustund að sögn nemenda. Það er ekki hægt að ætlast til að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám á heimsmælikvarða ef skólinn er stöðugt undirfjármagnaður. Því ætti að vera ljóst að með áframhaldandi vanrækslu á grundvallarfjármögnun háskólastigsins munu markmið ríkisstjórnarinnar ekki nást. Undirfjármögnunin bitnar mest á kennslunni þar sem viss rannsóknarvinna sækir sér styrki annars staðar frá. Auk niðurskurðar á fjölda kennslutíma takmarkast rannsóknarvinna. Þar má sérstaklega nefna iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Undanfarin ár hefur þessi deild innan VoN verið fjölmennust, og þar af leiðandi skilað hæstum tekjum af deildum á sviðinu, en vegna hallarekstrar annarra deilda á sviðinu er ekki hægt að ráða inn nýja rannsóknarstarfsmenn. Þetta gerir það að verkum að námsbrautirnar í deildinni eru undirmannaðar og starfsmenn hennar ná ekki að sinna rannsóknum eða kennslu fyrir þennan fjölda nemenda. Þegar allt kemur til alls nær deildin ekki að bjóða upp á það nám sem hún gæti, þrátt fyrir að skila rekstri sínum réttum megin við núllið. Ríkisstjórnin skuldar okkur svör Í háskólum á hinum Norðurlöndunum greiðir hið opinbera að meðaltali 1.7 milljónum meira með hverjum ársnema en gert er hér á landi samkvæmt tölum frá 2021 og samkvæmt ríkisstjórnarsáttmálanum er stefnan að fjármögnun háskólastigsins skuli verða sambærileg því sem þekkist í nágrannaríkjunum. Við erum hins vegar að færast fjær því markmiði og ríkisstjórnin skuldar stúdentum, og samfélaginu öllu, svör. Til þess að teljast samanburðarhæfur háskóli á alþjóðavettvangi verður að auka fjárveitingar til háskólakerfisins í heild sinni. Háskólar eru fjárfesting sem skilar sér í auknu hugviti út í öll stig samfélagsins. Í sífellt flóknari heimi, sem gerir meiri kröfur um sérfræðiþekkingu vegna mikillar hröðunar í tækniframförum, þá ættum við að stefna að því að þjóðin þurfi ekki að reiða sig alfarið á þekkingu sem kemur að utan. Þvert á móti ættum við mæta mikilli eftirspurn eftir hæfu og menntuðu fólki úti í heimi. Höfundar eru Stúdentaráðsliðar í umboði Röskvu á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Kæra Áslaug Arna, ráðherra háskólamála. Við erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði við Háskóla Íslands og höfum fylgst með þér tala ítrekað um frelsi, nýsköpun og tækifæri. Eins og staðan er núna eiga þessi orð ekki við um okkur og okkar nám á Verkfræði og Náttúruvísindasviði (VoN). Sviðið, líkt og skólinn í heild sinni, sér fram á nýjan veruleika með skertum tækifærum til náms og starfa, þvert á þín einkunnarorð. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil en staðan hefur sjaldan verið jafn slæm og nú. Skólann vantar milljarð til að ná endum saman í ár og hafa aðhaldsaðgerðir verið boðaðar til að bregðast við stöðunni. Skert námsúrval fyrir nemendur Öll svið háskólans sjá fram á niðurskurð í kennslu. Þá hefur Verkfræði- og náttúruvísindasvið sjaldan staðið jafn illa, en samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun fyrir næsta skólaár verða allar námsbrautir, 20 talsins (í grunnnámi), að skera niður um sem nemur tveimur áföngum eða ígildi 600 kennslustunda til þess að sviðið komist nær því að verða rekið á núlli. Þetta er að gerast á sama tíma og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra talar fyrir stórsókn í greinum Verkfræði og Náttúruvísindasviðs og á sama tíma og 1.200 milljónum króna var úthlutað úr samstarfssjóði háskólanna þar sem markmiðið var meðal annars að auka námsframboð og fjölga nemendum í STEAM greinum. Sem stúdentar á VoN og sérstakt áhugafólk um tölur og útreikninga, getum við því sagt að þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Það að tala um nemendur í STEAM greinum sem vonarstjörnur landsins kemur alls ekki heim og saman við þann langvarandi fjárskort sem Verkfræði- og Náttúruvísindasvið HÍ hefur búið við síðustu árin. Úthlutun til ákveðinna verkefna í gegnum samstarfssjóð leysir ekki þann vanda. Fjársvelt svið hefur ekki fjármagn til að vinna að nýsköpun í námi og starfi heldur setur allt fjármagn í að halda uppi grunnnámi, því samkeppnishæf námskeið á framhaldsstigi í greinum sviðsins finnast aðeins í mýflugumynd á sviðinu. Tökum dæmi; deild rafmagns- og tölvuverkfræði býður nú aðeins upp á 2 af 6 valáföngum sem kenndir hafa verið við deildina, þ.e. nemendum býðst afar takmarkað val innan síns áhugasviðs. Einnig má nefna nýtt kjörsvið innan deildar rafmagns- og tölvuverkfræði, læknisfræðilega verkfræði, sem haldið er uppi af einum starfsmanni. Verkfræði og náttúruvísindi þarfnast mikillar sérhæfingar, og því er gríðarleg þörf á að HÍ hafi tök á og fjármagn til að bjóða upp á sérhæft nám. Fjölbreytt nám er aðlaðandi nám. Að krefjast þess að deildir VoN skeri niður áfanga á sama tíma og ráðuneytið krefst þess að nemendum á sviðinu sé fjölgað er því dæmi sem gengur ekki upp. Samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun 2023 er niðurskurðurinn orðinn svo að deildirnar ná aðeins að halda uppi skylduáföngum námsbrautanna með örfáum undantekningum, en sem dæmi var 40 nemenda áfangi skorinn niður með fimmtán mínútna fyrirvara á fyrstu kennslustund að sögn nemenda. Það er ekki hægt að ætlast til að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám á heimsmælikvarða ef skólinn er stöðugt undirfjármagnaður. Því ætti að vera ljóst að með áframhaldandi vanrækslu á grundvallarfjármögnun háskólastigsins munu markmið ríkisstjórnarinnar ekki nást. Undirfjármögnunin bitnar mest á kennslunni þar sem viss rannsóknarvinna sækir sér styrki annars staðar frá. Auk niðurskurðar á fjölda kennslutíma takmarkast rannsóknarvinna. Þar má sérstaklega nefna iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Undanfarin ár hefur þessi deild innan VoN verið fjölmennust, og þar af leiðandi skilað hæstum tekjum af deildum á sviðinu, en vegna hallarekstrar annarra deilda á sviðinu er ekki hægt að ráða inn nýja rannsóknarstarfsmenn. Þetta gerir það að verkum að námsbrautirnar í deildinni eru undirmannaðar og starfsmenn hennar ná ekki að sinna rannsóknum eða kennslu fyrir þennan fjölda nemenda. Þegar allt kemur til alls nær deildin ekki að bjóða upp á það nám sem hún gæti, þrátt fyrir að skila rekstri sínum réttum megin við núllið. Ríkisstjórnin skuldar okkur svör Í háskólum á hinum Norðurlöndunum greiðir hið opinbera að meðaltali 1.7 milljónum meira með hverjum ársnema en gert er hér á landi samkvæmt tölum frá 2021 og samkvæmt ríkisstjórnarsáttmálanum er stefnan að fjármögnun háskólastigsins skuli verða sambærileg því sem þekkist í nágrannaríkjunum. Við erum hins vegar að færast fjær því markmiði og ríkisstjórnin skuldar stúdentum, og samfélaginu öllu, svör. Til þess að teljast samanburðarhæfur háskóli á alþjóðavettvangi verður að auka fjárveitingar til háskólakerfisins í heild sinni. Háskólar eru fjárfesting sem skilar sér í auknu hugviti út í öll stig samfélagsins. Í sífellt flóknari heimi, sem gerir meiri kröfur um sérfræðiþekkingu vegna mikillar hröðunar í tækniframförum, þá ættum við að stefna að því að þjóðin þurfi ekki að reiða sig alfarið á þekkingu sem kemur að utan. Þvert á móti ættum við mæta mikilli eftirspurn eftir hæfu og menntuðu fólki úti í heimi. Höfundar eru Stúdentaráðsliðar í umboði Röskvu á verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun